Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1975, Blaðsíða 44
42
austfirzkri stúlku hafði hann kynnst og trúlofast, þótt ekki ætti fyrir
þeim að liggja að verða hjón, — en aldrei hafði hann gleymt henni. —
Jú, hann var kvæntur maður og hjónabandið farsælt, en hann hafði
engu gleymt og hugsaði títt um hversu henni vegnaði í lífinu aust-
firzku stúlkunni, stúlkunni hans, sem eitt sinn var, en ekki vildi fara
hurt með honum, en það hafði ekki staðið á honum, sagði hann. —
Þessari gömlu minningu skaut upp og ég læt hana flakka hér með.
Áœtlunin raskast.
Liljeqvist var alltaf að fara og koma og var eitthvað farinn að
ókyrrast. Það kom brátt í ljós, hvernig á þessu stóð. Hann tjáði okkur
nú, að flugvélinni, sem flytja átti norsku fréttamennina til Stokkhólms
hefði seinkað vegna bilunar, sem mimdi þó ekki taka langan tíma að
lagfæra. En svo fór, að ekki gat orðið af Moskvufluginu á áætlunar-
tíma — ekki um annað að ræða en bíða komu norsku flugmannanna.
Þess er að geta, að um þessar mrmdir voru erfiðleikar byrjaðir að
koma til sögunnar vegna yfirvofandi verkfalls, og bar að sjálfsögðu
að mæta slíku af skilningi og jafnaðargeði, og var það og gert, en
auðvitað olli það vonbrigðum, er út séð var um að komist yrði til
Moskvu fyrr en einhvern tíma kvölds eða um nóttina, en einmitt þetta
kvöld var það á „prógramminu“ í Moskvu, sem flestir vildu sízt verða
af, en það var sýning á „Don Quijote“ ballettinum og var ekki hægt
úr að bæta, þar sem hann var ekki sýndur þau kvöld, sem við
vorum í Moskvu. Nú ber annars að taka það fram, að í þessari ferð
allri var allt fyrir okkur gert af höfðinglyndi og rausn, og vegna þeirr-
ar áætlunarröskunar, sem til sögunnar kom, var okkur boðið til Upp-
sala, og sátum við þar kvöldboð SAS í Stadshotellet. Vorrmi við í góð-
um fagnaði um kvöldið og fram eftir nóttu. Loks var tilkynnt, að
menn skyldu reiðubúnir til brottfarar kl. 2 um nóttina, er ekið skyldi
til Arlanda-flugvallar á ný.
Ballerinur, frökin „Karlson og kavallerinn hennar“.
Einn sænska blaðamannanna sendi blaði sínu pistil mn áætlunar-
röskunina og var dálítið háðblandinn stíll á frásögninni, en hann las
fyrir mig pistilinn, en þar komst hann svo að orði: — ... það fór þá