Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1975, Qupperneq 48
46
í París sem gestur opinberrar stofnunar, þar sem þrifnaður þoldi ekki
samanburð hvað hreinleika snertir við National.
Ketilkaffi.
Morgunverðar neyttum við í gistihúsinu, en annarra máltíða í öðr-
irm gistihúsum eða matstofum. Við fórum víst allir í bað félagarnir
hver í sínu „ríki“ eftir komuna í gistihúsið og vorum nokkuð síðbúnir
til morgunverðar. Morgunverðartíma raunverulega lokið, er við vor-
um allir komnir í matstofuna. Fram var borinn venjulegur morgim-
verður og gengu konur um beina, og líklega hefir það verið sökum
þess hve seint við komum, að „serveringin“ var ósköp blátt áfram,
því að ein hinna ágætu kvenna er þama voru gekk um með gríðar
stóran ketil og hellti lútsterku ketilkaffi í bolla manna, þetta var sem
sagt „ekta“ ketilkaffi, eins og maður fókk í sveitinni á æskuárum, og
bragðaðist vel. Hina morgnanna var allt annar háttur á og fram-
reiðslan eins og tíðkast í nútíma gistihúsum.
Málakunnátta.
Málakunnátta starfsfólksins var næsta lítil, einkum gæzlukvenn-
anna á hæðunum, en þær kunnu þó fáein orð í ensku og allt bjargaðist,
en stúlkurnar í upplýsingadeildinni vom greinilega búnar að fá dá-
góða æfingu í að tala ensku. Það var tekið fram í leiðbeiningum til
erlendra ferðamanna, að þeir megi ekki búast við að hafa not af ensku
nema á stærstu gistihúsunum — og raunar vart, að menn tali annað
en rússnesku, en framundan er risaátak á sviði ferðamála, 40 gistihús
á að reisa á næstu 5 árum, m. a. stórt gistihús í Moskvu, og einn
liður þeirrar áætlunar er þjálfun starfsliðsins, og er þar enskunám
innifalið.
Morgunganga.
Þennan fyrsta dag var ekkert „á prógramminu" fyrr en kl. 13
svo að við fórum á stjákl fréttamennimir upp á eigin spýtur, og vil
ég skjóta því hér inn í, að við vorum ávallt algerlega frjálsir ferða