Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1975, Síða 54
52
an markið, en svo áfjáður varð hann að lokum, að fá sem tíðast lófa-
klapp og fagnaðaróp, að hann tók upp á að skjóta völunni langt út á
svell — renna sér svo á eftir henni, taka hana svo upp og skjótast
með hana — ekki að markinu -— nei, nei, hann nam staðar svo sem
fimm metra fyrir framan markið, setti völuna rólega niður og skaut
svo snarlega beint í mark og renndi sér svo um allt svellið og réð sér
ekki af ánægju og monti.
ÞaS kom á óvart hver svalardrykkurinn var í hléinu.
1 hléinu, að um það bil hálfnaðri dagskrá, flykktist fólk út í göng
og forsali, eins og gengur, til þess að hreyfa sig og njóta hressingar.
Eins og ég hef áður vikið að var yfir 30 stiga hiti þessa dagana í1
Moskvu. Og þótt loftræsting væri góð í leikhúsinu var þar all heitt,
og var því engin furða, þótt leikhúsgestir almennt fengju sér ís eða
svaladrykk í hléinu. Auðvitað vakti það enga furðu okkar frétta-
manna, þótt mikið væri þambað af ávaxtasafa — hann er þambaður
drjúgum þar sem kaldara er sem kunnugt er — en hitt kom okkur
óvænt hve aðsóknin var mikil, þar sem sölukonur höfðu ekki við að
opna kampavínsflöskur, — en þama gátu menn sem sé keypt sér glas
af kampavini — og fór nú einn okkar og sótti glös handa okkur. Þetta
kampavín hragðaðist vel sem að líkum lætur, sem önnur létt vín frá
Kákasíu og víðar frá þar syðra. — Athygli okkar vakti, að fólkið,
vel klætt og stillilegt í framkomu, kastaði ekki svo mikið sem bréf-
snepli frá sér og ræddum við það okkar í milli, að meginskýringin á
hve götumar væm hreinlegar í Moskvu, væri sú, að fólkið virti þær
reglur, sem settar voru í þessum efnum.
Á ferju á Moskvufljóti.
Moskvu-fljót bugðast gegnrnn borgina og er mikil runferðaræð.
Þar eru ferjur í stöðugmn fólksflutningum og koma við á ýmsum
stöðum heggja vegna fljótsins — og er þannig með rekstri þeirra gegnt
sama hlutverki og almenningsvagna á og undir götum borgarinnar.
Á fljótinu getur og að líta dráttarbáta annað veifið, með einn eða
fleiri vörupramma í eftirdragi. Annað kvöldið, sem við vorum í
Moskvu fómm við fréttamennimir í fimm stundarfjórðunga ferjuferð