Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1975, Síða 56
54
fara, eftir að hafa setið eða staðið i nálægð manns góða stund, stilli-
legt, prúðmannslegt, aðlaðandi fólk, fremur alvörugefið, og allir, bæði
karlar og konur, þokkalega klæddir. —■ Ég held, að fólk það sem við
sáum í Moskvu, hafi verið eins vel klætt og fólk í vestrænum borg-
um, sem ég hefi komið i, — áhrifa vestrænnar tízku í kvenfatnaði
mun vera farið að gæta æ meira, og í miðbænum aðallega, þar sem
fólksstraumurinn er mestur, verður maður þess var, að rauðbleikt hár
er í meiri í metum hjá ungu stúlkunum en hið jarprauða.
Framkoman.
En annars var það ekki útlit fólksins og klæðaburður, sem mesta
athygli vakti, heldur framkoma fólksins. Ég drap á, að mér hefði
fundizt fólkið næsta alvörugefið, en þess er að geta, að þetta alvöru-
gefna fólk mun ekki lengi að kippa sér yfir á vettvang gamans og
gáska á glöðum stundum. Og fólkið var frjálsmannlegt í sinni alvöru-
gefni og festa í svipnum, og það komst enginn efi að um það í mín-
um huga að minnsta kosti, að grunnt myndi reynast á alúðinni, ef
tækifæri væru til nokkurra kynna, en alúð og vinsemd var ég þó
þegar búinn að reyna að nokkru og einkar notalegt viðmót þessa fólks,
sem ég gat talað við —• og eins var viðmótið, þegar rætt var við þá,
sem voru álíka vel að sér í ensku og ég í rússnesku.
Engir bítnikar eða bítlar
Mér varð það umhugsunarefni að ég hafði hvorki komið auga á
bítnika eða bítla, og skal ég ekkert um það segja hvort það er fyrir
áhrif valdhafa eða vegna þess, að unga fólkið í Moskvu hefur annan
smekk, að þessara vestrænu áhrifa gætir ekki, að minnsta kosti ekki
við skömm kynni. Liklega varð mér þetta frekara að umhugsunarefni,
vegna þess, að á kvöldgöngu í Uppsölum hafði ég rétt áður séð ung-
mennahóp í miðhluta borgarinnar, sitjandi á bekkjum og brúarhand-
riði, eða ranglandi að mér fannst í andrúmslofti tilgangsleysis og
markleysis. Taka vil ég fram, að þessi ungmenni voru ekki með nein
ærsl, piltarnir höfðu flestir greitt sitt síða hár og ekkert ungmenn-
anna var óhreint. Klæði voru úr öllum regnbogans litum, skálmar á