Rökkur : nýr flokkur

Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1975, Qupperneq 63

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1975, Qupperneq 63
61 Það verður að líta svo á, að útgáfunefndinni hafi verið skylt að virða svo mikils verk þeirra höfunda, sem hún valdi sálma eftir, að birta þá eins og höfundarnir gengu frá þeim. Það er eðlilegt og sjálf- sagt, að höfundar geri þær kröfur, að verk þeirra séu eigi birt án leyfis þeirra, né að þeim sé breytt á nokkurn hátt. Hafi verið ástæður til þess að gera einhverjar breytingar, bar að sjálfsögðu að ræða það við höfundana, þvi að þeir einir hafa rétt til ákvörðunar um slíkt og mundu einnig vafalaust hafa kosið að gera breytingarnar sjálfir, ef þeir annars hefðu fallist á það, að nokkurra breytinga væri þörf. Um verk látinna manna er eg, sem þessar línur rita, þeirrar skoð- unar, að það sé með öllu óheimilt og óforsvaranlegt, að gera á þeim nokkrar breytingar. Að taka sér fyrir hendur að hreyta verkum þeirra, sem látnir eru, og verkum lifandi höfunda í óleyfi þeirra, ber vott mn virðingarleysi, sem verður að átelja og má ekki þola. Það er mjög leitt, að svo skuli hafa tekist til um útgáfu þessa viðbætis, og úr því verður að bæta. Höfundum tekur sárt til þess er verk þeirra eru afbökuð, og eins niðjum þeirra skálda, sem látin eru. Mér þykir rétt að geta þess, að í þennan viðbæti hafa verið teknir nokkrir sálmar eftir föður minn, frumsamdir og þýddir. Bókin hefst á lofsöngnum „Guð hæst í hæð“, og hefir í engu verið hróflað við hon- um“, en aftur hefir þótt ástæða til að breyta þýðingunni á sálminum „Dvel hjá oss, er dagur hnígur“, eftir Ingemann, í þýð. föður míns og verð eg að átelja það. Tel eg, að þýðingunni sé mjög spillt með breytingunum. Er það í rauninni alveg furðulegt, að íslenzkum menntamönnum skuli geta dottið í hug, að menn láti sér slikt fram- ferði lynda, en því miður hefir látnum höfundum hér á landi verið sýnt slikt virðingarleysi áður, en verður væntanlega ekki þolað fram- ar. Mér, og sjálfsagt mörgum öðrum, sem finna hjá sér köllun til andmæla vegna þessarar framkomu nefndarinnar, eða þeirra í henni, sem breytingarnar hafa gert, er óljúft um þetta að ræða, en eg tel mér skylt að finna að þessu opinberlega. Hinsvegar er eg þeirrar skoðunar, að æskilegt væri, að um þetta mál væri skrifað æsingalaust, og unnið að því af velvild og góðum hug, að bókin verði gefin út á ný, með öllum sálmunum í þeim búningi, sem höfundarnir sjálfir völdu þeim. Verði það ofan á, að horfið verði að þessu ráði, vildi eg benda á, að til er margt fagurra trúarljóða, einkum þýddra, sem mundu sóma sér vel í viðbætinum, og mætti þá að skaðlausu fella burt sumt af þvi, sem slæðst hefir með í þessa misheppnuðu útgáfu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Rökkur : nýr flokkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.