Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1975, Síða 65

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1975, Síða 65
Moskvu-pistlarnir Ég hefi lengi ætlað að birta þessar ferðaminningar og fleiri, sem ég á í sarpi, í Rökkri, entist mér heilsa og aldur. Aðrar óbirtar eru frá Noregi og Frakklandi. Þegar greinarnar um skyndiheimsóknina til Moskvu höfðu verið birtar í Vísi bar svo til dag nokkurn, að einn af framámönnum Sjálfstæðisflokksins stöðvaði mig á götu, og minntist á greinarnar, og kvað svo að orði: Svona á að skrifa um Rússa. Mér þótti vænt um þessi ummæli, því að í þeim fólst viðurkenning á, að ég hefði lýst því, sem fyrir augum bar af sanngirni og eins og allt kom mér fyrir sjónir í skyndiheimsókn, en ég hefði sannast að segja ekki orðið neitt hissa, þótt ég hefði verið stimplaður kommunisti fyrir pistla mína. Ferðafélagi minn sætti hinsvegar gagnrýni fyrir útvarps- erindi sitt um ferðina, en ekki var hann mér sekari, en var þó núið þvi um nasir i blaði, að ekki hefði hann þurft langa dvöl með Rússum til að hrífast, en sennilega íhefir sviðið undan því sem ég sagði Tryggva eftir komuna til Hafnar frá Moskvu. Ég sagði honum nefnilega frá því í mesta meinleysi, að þegar við Sigurður Einarsson fréttastjóri Ríkisútvarpsins, fluttum vikulega erindi í útvarpið um atburði síðari heimsstyrjaldar, hefði sá mæti maður Árni Pálsson bókav. eitt sinn tekið mig tali, og rætt við mig um Rússa og styrjöldina, meðan við gengum nokkrum sinnum kringum Austurvöll, og kvatt mig með þess- um orðum: Kynstur eru þciS, sem búið er áS Ijúga í mann um Rússa. 1 sögunni „Á vígaslóð“ eftir James Hilton, sem ég las í útvarpi s.l. sunar, er lýst kirkjulegri hátíð í Leningrad, m.a. fögrum söng. Þessi saga varð vinsæl meðal hlustenda, og sú lýsing og aðrar frá byltingar- tímunum í Rússlandi, vöktu enga hneykslun, að því er ég bezt veit, enda væri slíkt furðulegt, ef enn væri hneykslast á slikum lýsingum. En þó kemur og ekki að ástæðulausu efi um að mikil breyting hafi orðið í sanngirnisáttina. Dr. Kristinn Guðmundsson segir í bók sinni Frá Rauðasandi til Rússíá „— annars er kirkjulíf blómlegt í Rússlandi".

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.