Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1975, Síða 66
64
og í framhaldi af því segir hann: Herra Ásmundnr Guðmundsson,
biskup, skrifaði eitt sinn grein um Rússlandsferð og nefndi hana
„Englasögur í Leningrad“. Hann fékk ákúrur hjá ýmsum fyrir að
vera að hlaða undir kommúnísmann með slíku lofi. „En hver einasti
maður, sem ekki er gersneyddur tóneyra, hlýtur að hrífast af grísk-
kaþólskum kirkjusöng. Hann er sannkallaður englasöngur —- eins og
Ásmundur hiskup komst að orði“.
1 heimsókn okkar blaðamannanna hjá sendiherra lét hann vel af
dvöl sinni í Moskvu og var heimsóknin okkur gagnleg og eftirminni-
leg, sakir alúðar hans, og lika vegna þess, að ýmislegt, er hann sagði
okkur var í rauninni staðfesting á mínum eigin athugunum. 1 bók
sinni er sendiherra ekki margorður um dvöl sína í Rússlandi, en segir
um hana þessi athyglisverðu orð:
„Ég hefi víst sagt það áður, að ég kunni vel við mig sem sendi-
herra í London og jafnvel enn betur í Moskvu. Þótt sitthvað megi að
þjóðskipulagi Rússa finna, er líka margt til fyrirmyndar hjá þeim.
Agi í skólum er góður, og unglingavandamál þekkist varla. Þessi götu-
strákalýður, sem veður uppi hér á Vesturlöndum rænandi og ruplandi
— hann er ekki til þar“. Og hann segir Rússa trygglynt fólk og sóma-
kært, „betri og traustari starfsmenn er vart hægt að hafa í þjónustu
sinni“.