Veiðimaðurinn - 01.03.1962, Síða 15

Veiðimaðurinn - 01.03.1962, Síða 15
Guðnason. Annar að vísu allskyldur veiðimanninum, en annars valinkunnir sóma- og veiðimenn. Til þess að koma mönnum í veiðihug, og skerpa endurminningarnar, hefst maðkaballið — en svo er árshátíð veiðifé- lagsins oft nefnd í daglegu tali — gjarnan á kvikmynd af laxveiðum, stundum jafn- vel af veiðum félagsmanna sjálfra. Getur hið síðarnefnda verið áhrifamikið, bæði til að sýna samkomugestum, sem einkum eru eiginkonur veiðimanna, garpskap þeirra, svo og sem sönnunargagn um, að viðkomendur hafi verið að veiðum á um- ræddurn tíma, en ekki eitthvað annað að sýsla, hafi áþreifanleg sönnunargögn skort við heimkomuna, sakir aflabrests, svo sem dæmin sanna. Er gestum hefur dvalist um stund við uppbyggilegar samræður, og dreypt á dýr- um veigum, sem af tilefninu mætti nefna laxasnafs til hugljómunar, eða goggolíu til þess að liðka málbeinið, er svo sezt að matborðum. Undir borðum eru flutt tíðkanleg minni, líklega annars bara minni kvenna. Ekki spdlir að blíðka þær blessaðar, upp á næstu vertíð. Þá fer og fram aðalviðburður kvölds- ins, að ýmsra dómi: Afhending verðlauna. Þar og þá eru afhent ýms verðlaun fyrir veiðiafrek nýliðins sumars, svo sem stór- laxabikarinn fyrir stræsta laxinn á sumr- inu, bikar fyrir flesta laxa á flugu á ein- um degi, og loks flugubikarinn fvrir stærsta laxinn, sem félagsmaður hefur veitt á flugu á sumrinu. Bikarar þessir eru af silfri gerðir, eða að minnsta kosti silfraðir, og eru hmir kostulegustu gripir. Einkum sýndist mér flugubikarinn mikill gripur og dýrlegur. Við hverja afhendingu verður bikar- þegi að segja viðe:gandi veiðisögu Eins og að líkum lætur, stendur að jafnaði ekki á því, enda almannarómur að ekki þurfi að leggja hart að veiðimönnum að segja frá afrekum sínum. Vitaskuld verður að segja hverja sögu eins og hún gengur, veiðisögur jafnt og aðrar, og draga helzt ekkert undan. En öðrum fremur mega vesalings veiðimenn- irnir bua við eilífa tortryggni um sann- leiksgildi sinna sagna. Áheyrendur dylja oft illa vantrúarglampann í augum sín- um, er laxveiðimaður tekur til máls, og margur hefur á hraðbergi skopsögur á þeirra kostnað. En laxveiðimenn eru gjarnan sjálfir glaðir menn og gamansamir og taka oft þann kost:nn, að dæmi Skotanna, að segja sjálfir skopsögur um sig, eins og t. d. eft- irfarandi sögu: „Á bæ einum í grennd við Laxá varð kona léttari og ól barn. Þetta gerðist um veiðitímann og var laxveiðimaður nokk- ur gestkomandi á bænum, um þessar mundir. Ljósmóð:rin var önnum kafin að sinna sængurkonunni, og bað því hjálparstúlku á heimilinu að lauga barn- ið og vega það. Stúlkan gerði eins og fyrir hana var lagt, og sagði barnið 40 merkur að þyngd. Ljósmóðirin sagði það ekki geta staðist, hún hefði aldrei tekið á móti svo þungu barni. Vogin hlyti að vera röng. Stúlkan andmælti því miög eindregið. Það gæti ekki komið til mála að vogin væri röng, því að hún hefði fengið lánaða vog laxve'ðimannsins og vegið barnungann á hana“. Á hátíð þeirri sem hér um ræðir, sögðu veiðimenn þeir og bikarþegar, sem til Veiðimaðurinn 5

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.