Veiðimaðurinn - 01.03.1962, Qupperneq 17

Veiðimaðurinn - 01.03.1962, Qupperneq 17
Við leggjum bílunum í dældina við Núpafoss, rétt fyrir kl. 8. Hann er enn þokufullur, og deyfð og drungi yfir manni. Ég set saman með dræmingi, róla vfir brúna og upp á efri snösina. Hnýti Night Hawk, tvíkrækju nr. 2, á og kasta nokkr- um sinnum, af smárri list en stórri leti. Slíið er jafnvel meira en í gær. Tví- krækjan fyllist strax af því, og það slæst illa af. Það er ekkert farið að fúna ennþá, enda ekki orðið svo áliðið sumarsins. Hann er að byrja að létta til. Ég leysi tvíkrækjuna af, finnst hún bæði of stór og slífiskin, hnýti á Blue Charm nr. 3, einkrækju, og færi mig niður á neðri snösina, á eftir veiðifélaganum. Það rofar nú ögn til og sér til sólar andartak. Geislinn er á méti straumi og andstyggðar slírekið sést enn betur en áður. Ég slæmi flugunni letilega út í, áhugalaus og annars hugar. En hvað var þetta? Hreyfing, glampi út í ánni? Doðinn þurrkast af mér, línan flýgur út, en engrar hreyfingar verður vart aftur. I þriðja kasti dettur flugan út á mitt straumbandið. Gamla línan mín er fram- gild og þung, það er búið að slíta af henni það grennsta, og hún sekkur fljótt. Hún svifar undan, en — þá er eins og þrif- ið sé í, þéttingsfast. Ekkert er að sjá, en mér finnst það vera fiskur. Nei, það er slí. Já, ég sé slíflygsuna, hún togar í, dregur niður og undan straumnum. Dauður þungi. En nú er eins og allt stöðvist á rekinu, og töluvert ofar og fjær — einum 10—20 metrum — stekkur lax. Það glampar á hann í sólargeislanum úr vaxandi skýja- rofinu, og hann þurrkar sig hátt upp úr vatn'nu, og hjartað hoppar í brjóstinu. Hann er á! En hjartað sígur samstundis aftur, því slídræsan heldur stórum bug á línunni niðri í vatninu. Þetta sýnist vonlaust. Og aftur stekkur hann. Vænn lax, fal- legur fiskur. „Hann er tapaður þessi“, hrópa ég til félaganna, og kennir örvænt- ingar í rómnum. „Þetta bölvað slí“. Þeir malda í móinn, í huggunar-tóni. Hvort hann stökk einu sinni eða tvisv- ar enn, man ég ekki. En jafnoft hoppaði í mér hjartað, og ég geri mig mjúkan í hnjáliðunum í hvert skipti, svo að ekki komi hnykkur. Og enn tollir hann á. Nú er togast á góða stund. Togast á við sameiginlegan andstæðing, slíflygsuna, sem smám saman stækkar og þyngist af því sem hleðst utan á hana. Við streit- umst á móti henni báðir, laxinn og ég, hvor á sínum enda, og verðum hvor ann- ars lítið varir. Ég hef ekkert beint sam- band við jöfur vatnanna. Hér er óþarf- ur og illa séður milliliður. En nú verður breyting á. Laxinn slær undan. Honum er líklega farið að leið- ast þófið og hyggur á önnur ráð. Skammt fyrir neðan veiðistað þennan þrengist farvegur árinnar nokkuð og þar steypist hún fram af brún með hratt- vaxandi straumhraða og myndar foss, ekki ýkja háan, en vatnsmikinn og hvít- fyssandi. Yfir fossinn liggur brú, sú er áður var nefnd. Veiðimenn reyna hér að forða því í lengstu lög, að laxinn fari fram af foss- brúninni; því að í mörgum tilvikum er sá fiskur tapaður, sem fram af fer. F.nda trúa sumir því, að laxinn þarna viti all- Veiðimaðurinn 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.