Veiðimaðurinn - 01.03.1962, Side 19
vísu að enn er þungi á úti í hringiðunni,
straumþungri, en miklu kyrrari en fyrir
ofan brúnina og í fossinum. En það get-
ur bara verið slíið, nógu er það þungt
og mikið. Það er að minnsta kosti breyt-
ing á orðin. Þetta fer allt öðru vísi í vatn-
inu en áður. Jú, það er auðvitað bara
slíflákinn, sem situr eftir á línunni og
veldur þunganum, en fiskurinn á bak og
burt.
Nei, það er kvikt. Ég finn nú að það
er hreyfing, hann syndir. Og heit fagn-
aðarbylgja fer aftur um lúna limi. Hann
er enn á. Og nú finn ég að ég hef beint
samband við hann, finn fyrir hverri hans
hreyfingu.
En það fylgir böggull skammrifi. Stóra
sh'flygsan fylgir enn með í kaupunum og
sést nú greinilega. En í fossinum hefur
hún runnið niður línuna og girnið og
lagst á hausinn á laxinum. Það er eins
og hann hafi orðið spakur við það, að
fá á sig þessa húfu. Hann er nú orðinn
þægur og ljúfur, farinn að slæpast. Enda
búinn að stökkva rösklega, og svo var
skrokkskjóðan niður fossinn Það segir
eftir sem minna er.
Veiðimaðurinn er líka farinn að ’ýjast.
Skiöarrar niður götupaldrana niður af há-
bakkanum og vindur inn á hjólið. Lax-
inn lætur nú teyma sig upp á grynningu.
Öðru hvoru glampar á hvítan belginn á
honum, er hann leggst á hliðina. Það er
auðfundið að hann er að gefa sig.
Nú sést vel hvað hann er stór, og gleði
gagntekur veiðimanninn. Félagi veður
dálítið út í og sporðtekur hann, en miss-
ir hann, og hann dettur aftur niður í
vatn:ð með skvampi, og ég er á nálum
að það slitni úr honum. Og aftur er hann
sportekinn, en það fer á sömu leið, hann
smýgur aftur úr greip, og ég fyllist vax-
andi stolti yfir stærð lians og mikilleik.
En eigi má sköpum renna og brátt ligg-
ur hetjan yfirbuguð á bakkanum, eins og
hver annar fiskur á þurru landi, eftir
frækilega vörn. Og svo fær hann „naade-
stödet“.
Flugan sýndist agnarlítil í þessum stóra
haus, og undur að hún skyldi halda í
öllum þessum sviftingum.
Mér finnst langur tími liðinn síðan
hann tók, en þegar litið er á klukkuna,
reynist það vera aðeins rúmar 20 mínút-
ur. Ég sezt nú niður á grasbakkann, feg-
inn og glaður og læt líða úr lúnum lim-
um og slakna á strengdum sinum. Fé-
lagarnir, Svavar bróðir rninn og Ágúst
Ólafsson, kringganga þann stóra og dást
að honum, meðan þeir sötra laxasnafs-
inn, kurteisir menn og þakklátir.
„Þetta er kandidat", segir Ágúst.
„Hvað segirðu, kandidat“?“
,,Já, kandidat", endurtók Ágúst, og
vegur laxinn með augunum, „tilvonandi
keppandi um flugubikarinn, maður“.
Ég helli aftur í staupin. — Lifandis-
ósköp er nú yndislegt við hana Laxá. —
Grasið að liggja í, niðurinn að hvílast
við, sólin að þurrka af manni svitann. —
Og félagarnir að rabba um væntanlega
upphefð og frægð hins sigursæla veíði-
manns. — Ó, þú sæla, dásamlega veiði-
mannalíf!
Hann var nú veginn á staðnum. 21
pund, alltaf það.
Eftir góða hvíld og endurnæringu á
árbakkanum var veiðimaður léttstígur
upp að bílnum, með laxinn í hendinni
og stöngina á öxlinni. — Englendingur
Veiðimadurinn
9