Veiðimaðurinn - 01.03.1962, Síða 21
Hrygna xrið holugerð. Myndin er úr hókinni THE SALMON, eftir próf. J. W. Jones, hinn sama, sem talað
er um hér i greininni.
Samhliða stokknum er skýlið, þar
sem mér liefur vinsamlega verið leyft
að sitja marga kalda daga, og ennþá
naprari nætur, þegar dr. J. W. Jones var
að taka hina frægu hrygningar-kvikmynd
sína. Sú mynd sýnir ekki aðeins háttu
laxins fyrir hrygninguna, meðan á henni
stendur og á eftir. Hún sýnir líka hið
furðulega hátterni hængseiðanna. Þrjá
vetur dvaldi ég hvað eftir annað hjá dr.
Jones, þegar hann var að gera athuganir
sínar á því, sem fram fór í stokknum,
og ég get því fullyrt með góðri sam-
vizku, að allar niðurstöður mínar. bæði
sennilegar og ósennilegar, eru byggðar á
eigin sjón og raun. Ég ætla ekki að rita
um annað en það, sem ég hef sjálfur séð.
Gröftur og gerð gotholunnar.
Einn eða tveir af rannsóknarmönnum
fyrri tíma héldu því fram, að hængurinn
græfi holuna, sem hrygnan gýtur í, og
notaði sporðinn sem skóflu. Við fyrstu
sýn gæti þetta virzt þannig, en við nán-
ari athugun hefur komið í ljós, að hæng-
urinn á engan þátt í þessu verki. Hrygn-
an hefur þar allan veg og vanda, og
henni er sannarlega sárara en svo um
sporð sinn, að hún noti hann sem skóflu.
í þess stað leggst hún á hliðina, beygir og
réttir eldsnöggt aftari hluta búksins,
einkum styrtluna, og knýr fram öldu-
sog í vatninu, sem færir til steina og
myndar þannig grófina.
Þess er óvíða eða hvergi getið í göml-
um heimildum, hve hrygnan gætir þess
vandlega, að á botni gotgrófarinnar
myndist hola með lygnu, eða því sem
næst lygnu vatni. Þessi hola, sem er að-
eins 3 eða 4 þumlungar að þvermáli, er
hreiðrið þar sem hrognin eiga að liggja
næstu þrjá mánuði (eða þar um bil, eftir
hitastiginu) þangað til þau klekjast út
sem kviðpokaseiði. Það er undravert, hve
Veiðimaðurinn
11