Veiðimaðurinn - 01.03.1962, Síða 22

Veiðimaðurinn - 01.03.1962, Síða 22
mikla alúð hrygnan leggur í að kanna þessa holu og laga hana, þangað til hún er ánægð með hana. Hún leggst yfir holuna, og með því að hreyfa raufar- uggann ofur hægt, eins og blævæng, get- ur hún fundið minnstu hreyfingu eða straumkvik í vatninu, sem gæti orðið til þess að dreifa hrognum Iiennar, og þeg- ar hún er fullkomlega ánægð, hættir hún að grafa og hrygningin getur farið fram. Sízt verður of mikið úr því gert, hve þessi könnunar-þáttur er nauðsynlegur. F.f hrognin, eða eitthvað af þeim, lentu í straumi mundu þau óhjákvæmilega skolazt burtu og glatast, sennilega hafna í maganum á einhverjum hungruðum urriða! Sé hrygnan óánægð með botnlagið, eða réttara sagt lögun og gerð holunnar, held- ur hún áfram að grafa unz hún er ánægð, eins og áður var sagt. Meðan þessu fer fram, bíður hængurinn á öruggum stað nógu langt frá, til þess að grjótið, sem hrygnan þyrlar upp, lendi ekki á honum. En jafnskjótt og hún hættir, kemur maki hennar til þess að fara á fjörurnar við hana, en að því komum við síðar. Fdns og vænta má kemur fvrir, að hængurinn er of fljótur á sér og þvtur til hrygnunn- ar áður en hún er viðbúin að taka á móti honum. Er þá gaman að sjá þegar hann hrökklast aftur undan grjóthríð- inni! Allan tímann, sem hrygnan er að grafa, er hún með lítið eitt oninn munn, og má af því ráða, að verkið reyni all mjög á hana. Biðilsstiá hængsins og titringurinn. Tilburðir hængsins, frá því að hrygn- an byrjar að grafa og þangað tif hrygn- ingin er um garð gengin eru mjög at- hyglisverðir. Dr. Jones nefnir þá alveg réttilega „biðilsstjáið“, en það er sann- arlega tilþrifamikið stjá. Stundum renn- ir hann sér þétt upp að hlið hrygnunnar og titrar frá snjáldri til sporðs. Því næst rennir hann sér undir hana og yfir hana, en allan tímann er hann á varðbergi, al- búinn þess, að leggja til atlögu, ef ein- Irver óboðinn gestur skyldi gerast of nær- göngull. Svo virðist sem örugg skýring á skjálft- anum eða titringnum sé ekki auðfund- in, en þó væri ef til vill ekki fjarri sanni að telja hann stafa af kynæsingu. í mörg skipti eftir að ég fór fyrst að taka eftir þessu, hélt ég að það væri aðeins háttur hængsins, þegar hann er að nálgast hrygn- una, en síðan hef ég séð hrygnur titra og hænga titra, án þess að nokkur hrygna væri nálægt þeim. Ég hef séð hæng titra við hlið annars hængs, og þegar það ber við, verður endirinn því nær ævinlega áflog, og oftast sigrar sá, sem titrað hafði. En undarlegast af þessu öllu er þó líklega það, sem einstöku sinnum kem- ur fyrir, að hængur leggst upp að steini og titrar, eða gluggarúðu á stokknum, þegar enginn annar fiskur er nálægur. Þessi titringur er svo ofsalegur og tíð- ur, að venjuleg kvikmyndavél nær hon- um ekki svo að hann komi skýrt fram. Myndin verður hreyfð. Hins vegar sést hann mjög greinilega á myndum, sem teknar hafa verið á „slow motion". Þær myndir sýna, að titringurinn fer um hænginn allan frá snjáldri og aftur í sporð, en hins vegar hreyfist haus hrygn- unnar ekki þó hún titri. Titringur hrygn- 12 Veiðimaðurinn

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.