Veiðimaðurinn - 01.03.1962, Qupperneq 23
Urriðar að hrygna. Þeir fara að þvi á nákvieinlega sama hátt og laxinn. Myndin er úr bók próf. J. W. Jones
The Salmon.
unnar er heldur ekki út af eins ofsa-
íenginn og titringur hængsins.
Hrygningin.
Við skulum nú gera ráð fyrir að holan
sé orðin eins og liún á að vera og hrygn-
an hafi lagst flöt í liana — þrýsti magan-
um niður, en reisi haus og sporð — og
hængurinn liggi við hlið hennar. Skyndi-
lega opnar hún munninn, eins og hún
sé að gefa maka sínum merki um að allt
sé tilbúið, gýtur dálítilli hrúgu af hrogn-
um, sem hængurinn frjóvgar samstundis
með svilgusu. Hann er líka gapandi.
Á sömu stundu og athöfninni er lokið,
hættir titringurinn og báðir fiskarnir
loka munninum. Hængurinn lætur sig
síga undan straumi, burt frá „hreiðrinu“,
en hrygnan, sem sýnilega hefur slakað á
taugunum, syndir eitt eða tvö fet upp í
strauminn og tekur strax til að grafa
nýja gróf. Steinarnir, sem upp úr henni
koma, berast yfir neðri grófina og fylla
hana. Þar með hafa hrognin fengið ör-
ugga hlíf, og eftir nokkra hvíld gerist
sama sagan aftur.
Hvíldartíminn milli hrygningarþátt-
anna er mismunandi langur og sama máli
gegnir urn fjölda þeirra, en heildartala
hrognanna er um það bil 700—S00 á
hvert pund hrygnunnar, miðað við þyngd
hennar áður en hrygningin hefst.
Litarbreytingin og vöxtur
króksins.
Á hinni löngu leið til riðstöðvanna
verður mikil litarbreyting á laxinum.
Hængurinn verður dumbrauður á hlið-
unum og hrygnan mósvört en einkenni-
legasta útlitsbreytingin er sá furðulegi
vöxtur, sem myndast á neðri skolti
hængsins. Þessi ljóti, brjóskkenndi hnúð-
ur, sem kallaður er „krókurinn“, enda
króklaga, verður oft svo stór, að fiskur-
Veiðimaðurinn
13