Veiðimaðurinn - 01.03.1962, Page 34
númerin á flugulínunum séu orðin al-
veg út í hött.
NÝ NÚMER.
Það var því vonum seinna, að sam-
band bandarískra veiðilínuframleiðenda
ákvað fyrir tveim árum, að taka í notk-
un nýtt og mun fullkomnara númera-
kerfi fyrir flugulínur, og er það nú að
komast í framkvæmd. í stuttu máli er það
í því fólgið, að línunum er gefið númer
frá 1—12, miðað við heildarþunga
fremstu 30 feta línunnar, þ. e. þess þunga-
hluta línunnar, sem að jafnaði skiptir
öllu máli um köst við veiði með ein-
hendis flugustöng. Auk þess er svo getið
með bókstöfum sköpulags eða lögunar
línunnar . L-level er jafngild lína, DT-
dobbeltaper, er sú gamla „góða“ jafn-
mjókkandi lína, til beggja enda, WF-
weight forward er torpedolínan, sem hef-
ur torpedo-hlutann, þ. e. megin þunga-
lilutann fyrir framan topplykkju, þegar
kastað er, og gefur því auðveldlega lengri
köst en sú gamla „dobbeltaperaða“. ST
single taper er mjókkandi til annars
endans, en í þeim hópi eru nýju og vin-
sælu skotlínurnar. Nýja númerakerfið
veitir svo einnig með bókstöfum laus-
legar upplýsingar um eðlisþunga, þ. e.
sökkhraða línunnar: F-flotlína, S-sökk-
lína og I-intermediate, eða mitt á milli.
Það gefur því auga leið, að enda þótt
þetta kerfi veiti ekki tæmandi upplýsing-
ar, þá er það ósambærilega miklu full-
komnara en gömlu línunúmerin, og veit-
ir að jafnaði nægar upplýsingar fyrir
þann, sem er að leita sér að fluguveiði-
línu og „veit hvað hann vill“.
Um skotlínurnar, sem mega heita nýj-
ar af nálinni hér, er rétt að geta þess, að
þær gefa auðveldlega mun lengri kast-
lengd en hinar línugerðirnar, ef
menn halda renninæloninu óflæktu, sem
er auðvelt að jafnaði, sé að því hugað, og
notað þjált renninælon. Skotlínan er ca.
30 feta löng, fyrir einhendis stöng, og
frammjókkandi. Á hinum gilda aftur-
enda línunnar er lykkja, sem renninælon-
inu er hnýtt í, en það þarf að vera mjúkt
og þjált. Bezt er að hafa það um 0.50, mm
svert og 25—30 m langt, en svo einhverja
snúna eða ofna undirlínu úr gerfiefni,
sem fúnar ekki. Þannig verður hjólið
næstum sléttfullt, þegar öll línan er á
það komin. Um það, hvað sé bezt og
hvað næst bezt o. s. frv. af flugulínum,
eru auðvitað skiptar skoðanir. eins og um
íleira, en fyrir duglega einhendis-flugu-
stöng, úr fisléttu og sterku gerfiefni, (en
ég hygg að slíkar stengur muni halda
áfram að ryðja sér til rúms við alla sil-
ungs- og laxveiði næstu árin), vel ég mér
fyrst hægsökkvandi skotlínu no. 10 og
jafnvel 11, ef maður telur sig þurfa á
lengstu köstum að halda. Hið nýja númer
þannig línu er ST-10-S. Að vísu getur
seinna S-ið, sökk, þýtt hægtsökkvandi eða
hraðsökkvandi línu, og tel ég því mikils
virði að óska eftir hægsökkvandi línu,
því að hraðsökkvandi línur álít ég að
VEIÐIMENN!
Geri við veiðistengur og hjól.
Einar Þ. Guðmundsson.
Njálsgötu 3. Simi 20290.
24
Veiðimaðurinn