Veiðimaðurinn - 01.03.1962, Blaðsíða 38
auðvitað ekki talin hér með, fremur
en endranær.
Frágangur veiðibókanna er ekki lýta-
laus, fremur en fyrri daginn. Eins og
skýrslan hér á undan ber með sér, eru
nokkur brögð að því, að þyngd laxanna
sé ekki skráð eða veiðistaða getið; og
kyn 30 laxa er ótilgreint. Þessi hroð-
virkni er lítt afsakanleg, því að menn
hafa nægan tíma til að færa veiðibæk-
urnar sómasamlega. Mjög fáir geta um
veðurfar (vindátt, sólfar, úrkomu, vatns-
hæð o .fl.) en sérstakir dálkar eru ætl-
aðir fyrir þær upplýsingar í veiðibók-
inni. Væri þetta alltaf skráð, gætu þeir,
sem á eftir koma í ána, ýmislegt af því
ráðið, og við samanburð á veiðiárum,
sem síðar yrði gerður, væru slíkar upp-
lýsingar nauðsynlegar. Og það skyldu
veiðimenn jafnan hafa í huga, að þess
háttar athuganir, ef gerðar yrðu, mundu
fyrst og fremst verða í þágu þeirra sjálfra.
Ekki hækkaði hlutfall flugunnar þetta
sumarið, heldur hið gagnstæða. Nú var
fluguveiðin aðeins 29%, en 32% árið
1960. Hafði verið 36% árið 1959. Hér
stefnir því í öfuga átt við það sem æski-
legt og eðb’legt væri. Skal ekki farið
mörgum orðum um þessa öfugþróun nú,
en vfsað til þess, sem um hana var sagt
í jólablaðinu 1960 (54. hefti). En úr
því að fluguveiðin er ekki meiri en þetta
í Norðurá, sem tvímælalaust er ein
bezta fluguá landsins, má ímynda sér,
hvernig hlutfallið muni vera þar sem
skilyrðin eru verri.
Eitt dæmi skal nefnt, sem sýnir vel,
hve allur hópurinn getur stundum ver-
ið samtaka í maðkadorginu: f síðari
hluta júlímánaðar veiddi átta manna
hópur 36 laxa á þremur dögum, en svo
sem kunnugt er, hefur úthlutunin verið
jöfn allt veiðitímabilið, aðeins þrír dag-
ar, tvö síðustu árin. Af þessum 36 löx-
um var aðeins einn veiddur á flugu, eða
2,8%! Næstu menn á undan fengu 47
laxa, þar af 19, eða 40%, á flugu. Og
þeir næstu á eftir veiddu 72 laxa, þar af
40 á flugu, eða 55,5%.
Veiðiskilyrðin voru svipuð allan tím-
ann, engar teljandi breytingar á vatni
eða veðri, nema hvað áin fór aðeins
minnkandi síðustu dagana. Veiði maðka-
mannanna er minnst vegna þess, að lax-
inn í Norðurá tekur maðkinn yfirleitt
verr en fluguna á þessum tíma sumars-
ins. T. d. voru 165 laxar af þeim 281, sem
fengust á flugu í ánni s. 1. sumar, veidd-
ir í júlímánuði. En hitt svo auðvitað tóm
bábilja, að vonlaust sé að bjóða laxin-
um flugu, þegar kemur fram í ágúst-
mánuð. En sú kenning virðist hafa ver-
ið trúaratriði flestra, sem veiddu í ánni
á því tímabili s. 1. sumar, því að af 167
löxum, sem veiddust frá 19.—31. ágúst,
eru aðeins 10 skráðir á flugu, eða 6%!
íslenzkir stangveiðimenn hafa það orð
á sér meðal nágrannaþjóðanna, að vera
mestu maðkadorgarar við Atlantshaf, og
meirihluta þeirra virðist annt um að
halda þeim titli. V. M.
Frá stjórn SVFR.
Skrifstofa félagsins að Bergstaðastræti
12 B er opin alla mánudaga kl. 5—6,30
og frá 1. júní alla daga eftir hádegi, til
1. september. Sími 19525. Afgreiðsla
Veiðimannsins er á sama stað
Stjórnin.
28
Vekimaburinn