Veiðimaðurinn - 01.03.1962, Qupperneq 39

Veiðimaðurinn - 01.03.1962, Qupperneq 39
Þór Guðjónsson: Fiskeldi ný atvinnugrein. VIÐ liíum á tímum örrar þróunar. Svo að segja daglega koma fram nýjung- ar á ýmsum sviðum atvinnulífsins. Ef við íslendingar ætlum okkur í framtíð- inni að vera efnalega sjálfstæðir og lifa menningarlífi í landi okkar. er okkur nauðsynlegt að fylgjast með nýjungunum, þegar þær koma fram, og hagnýta þær í framleiðslu okkar. Ekki hvað sízt verð- um við að hafa vakandi auga með þeim nýjungum, sem leitt geta til nýbreytni í atvinnumálum okkar og skapa aðstöðu til þess að taka upp nýjar framleiðslu- greinar. Ný atvinnugrein, sem unnið er við að koma á fót hér á landi, er laxfiskaeldi. Geysimiklar framfarir í laxfiskaeldi er- lendis svo og fjarhagsleg þróun síðasta hálfan annan áratuginn hefur aukið möguleika okkar á að gera þessa at- vinnugrein arðvænlega. Sjálfsagt er að notfæra sér þær sérstöku aðstæður, sem eru liér á landi til laxaeldis. Laxveiði í sjó er bönnuð við Island, og skapar það möguleika fyrir þann, sem sleppir laxi af göngustærð í á eða lætur liann ganga út úr laxabúi, að njóta ávaxta iðju sinnar, þar sem laxinn fullþroska muni koma þangað, sem honum var sleppt, án þess að óviðkomandi aðilar taki þar stóran toll af á gönguleiðum hans í sjónum. Slíkur „tollur“ nemur í Noregi 85% af því, sem kemur aftur fullþroska af seiðunum, sem sleppt er, en þar, eins og í öðrum Evrópulöndum, fer rnestur hluti laxveiða fram í sjó. Við uppbyggingu á nýrri atvinnugrein er nauðsynlegt að leysa af kostgæfni vandamál, sem á vegi verða, því að mik- ilsvert er, að vel takist til. Styðjast verð- ur annars vegar við erlenda reynslu og hins vegar verður að taka tillit til ís- lenzkra aðstæðna. Nauðsynlegt er að ætla sér tíma við uppbygginguna og forðast flaustur. Um reynslu á sviði fiskeldis. sem sækja verður til annarra landa, væri fróð- legt að ræða ýtarlega, en hér verður ekki rúm til þess. Að þessu sinni verður að láta nægja að skýra frá nokkrum athygl- isverðum atriðum fiskeldis, sem fram hafa komið í Bandaríkjunum Síðan mun greint frá undirbúningi, sem nú er unn- ið að hér á landi á vegum ríkisins, undir að koma laxfiskaeldi á traustan grund- völl og stuðla að framförum á því sviði. Fiskeldi og fiskrækt í Bandar ík j unum. Bandaríkjamenn standa mjög framar- lega í fiskrækt og eldi laxfiska. Er engin tilviljun, að svo er. Þeir liafa nær aldar- reynslu í þessum greinum, hafa um 15 tegundir laxfiska og mikinn fjölda lax- Veiðimaðurinn 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.