Veiðimaðurinn - 01.03.1962, Síða 41

Veiðimaðurinn - 01.03.1962, Síða 41
verður stöðugt umfangsmeira eftir því, sem þekking á því eykst. Fiskeldi í Washingtonháskóla. Margar rannsóknarstofnanir hafa risið upp til þess að vinna að verkefnum á þessum sviðum. Bandaríkjastjórn ein rekur nú tólf slíkar stofnanir og tilraun- ir og rannsóknir eru framkvæmdar á vegum einstakra ríkja og í háskólunum. Of langt mál yrði að gera skil því helzta sem unnið hefur verið að rannsóknum í eldismálum í Bandaríkjunum, og skal látið nægja að skýra lítils háttar frá hluta af starfi, sem unnið hefur verið í Fiski- fræðideild Washingtonháskóla í Seattle í Washingtonríki, sem tvímælalaust stendur fremst af háskólum vestra á þessu sviði. Maðurinn, sem mest liefur hvílt á í Fiskifræðideildinni á sviði fiskeldis, og sá, sem verið hefur lífið og sálin í starf- semi á þessu sviði, er dr. Lauren R. Don- aldson, prófessor. Dr. Donaldson hefur unnið mest að tilraunum með fóðr- un á laxfiskutn, einkum á kóngslaxi og á regnbogasilungi, og að kynbótum á sömu fisktegundum, sem hann hefur orð- ið frægur fyrir. Flefur m. a. mátt lesa um fiskkynbótatilraunir hans í íslenzk- um dagblöðum. Dr. Donaldson hefur jafnframt prófessorsstarfinu verið for- stjóri fyrir rannsóknarstofnun Washing- tonháskóla á sviði áhrifa geislavirkra efna á lagardýr. Auk þess hefur gætt mikilla áhrifa frá prófessornum á framfarir í veiðimálum í Washingtonríki og reynd- ar víða, þar á meðal á laxaeldi í sjó- blöndu. Þá hafa margir stúdentar víðs vegar að úr heiminum notið kennslu hans og leiðbeininga, m. a. í sambandi við rannsóknarverkefni, og er greinar- höfundur í hópi þeirra. Við Fiskifræðideildina hefur verið unnið að mörgum verkefnum á sviði laxfiskaeldis og fiskræktar, en hér verður aðeins vikið að þremur þeirra, sem sé tilraunum með fiskfóður, laxfiskakyn- bótum og rannsóknum á átthagavísi silf- urlaxins. Fiskfóður. Val á hæfu fiskfóðri er eitt erfiðasta vandamál fiskeldis. Þegar fyrir aldamót voru laxfiskaseiði, sem höfðu notað nær- inguna úr kviðpokanum, fóðruð stutt- an tíma í bandarískum klakhúsum. Margs konar fóður, bæði soðið og ósoð- ið, var notað, svo sem kjöt- og fiskmeti, hænuegg og mjölmatur, og reyndust inn- yfli nautpenings og svína vel, einkum var hrá nautalifur gott fóður. Það var fyrst á þriðja tug þessarar ald- ar að farið var að gefa gaum að næring- arþörf laxfiska og leggja vísindalegan grundvöll að þekkingu á því sviði í Bandaríkjunum. Fiskifræðideild Was- hingtonháskóla hóf snemma þátttöku í rannsóknum af þessu tagi. Gerður var samanburður á ýmsum fóðurtegundum til þess að fá fram gildi þeirra sem fisk- fóðurs. Rannsóknum á næringargildi fóð- urtegunda og fóðurblandna hefur nú verið haldið áfram í rúmlega þrjá ára- tugi með athyglisverðum árangri. Hefur Donaldson, prófessor, tekizt með sér- stakri fóðurblöndu að fá eitt kíló af fiski á móti einu kílói af fóðri, og er þá mikið af þurrfóðri notað í fóðurblönd- una. Veiðimaðurinn 31

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.