Veiðimaðurinn - 01.03.1962, Blaðsíða 48

Veiðimaðurinn - 01.03.1962, Blaðsíða 48
höfum heyrt svipuð dæmi áður. Læt ég nú staðar numið við þessar hugleiðingar að sinni, en vík að tilgangi greinarinnar: Um nokkurra ára skeið, að undan- förnu, hefur hafizt kapphlaup um hvert veiðivatn, sem losnað hefur úr leigu. Til þessa liggja rnargar orsakir. í fyrsta lagi hafa verðlagsbreytingar verið nrjög hraðar. í öðru lagi hefur tala þeirra er stangveiði stunda, farið mjög ört vaxandi. I þriðja lagi hefur peningafýsn verið meiri hjá leigusölum en telja verður sæmandi, jafnvel þó hverjum okkar yrði litið í eigin barm og við settum okkur sjálfa í spor þeirra, er hér um ræðir. í fjórða lagi virðast einstaka leigutakar frámunalega hirðulausir um fjárreiður þeirra fyrirtækja, er þe'in er trúað fyrir, þar sem þeir nota aðstöðu sína til yfir- boða á sanngjarnri leigu hjá einstakling- um eða félögum. Þetta ófremdarástand verður að stöðva, og það hlýtur að verða stöðvað fyrr eða síðar. Það ætti að m. k. a vera auðvelt að gera viðkom- andi einstaklinga ábyrga gerða sinna, þar sem um opinberan rekstur er að ræða. Enginn má skilja orð mín þannig, að ég sé mótfallinn því, að leigusalar veiði- réttar eigi að fá sanngjarna greiðslu fyr- ir ve'ðirétt sinn. Þvf fer fjarri. F.n mér finnst ekki koma til mála, að greiða meira fyrir veiðivatn en sem svarar tvö- földu verðmæti þess, sem mest fæst úr því. Það ætti a. m. k. ekki að teljast lé- lea: verzlun og er ekki talin það á öðrum vettvangi. En svo að ég víki að sjálfum veiði- mönnunum, þá eru þeir ekki heldur allir með hreinan skjöld á öðru sviði, því mið- ur, Of rnikil veiðifýsn er einn versti löst- ur margra. Það er til dæmis leitt að sjá sagt frá því í blöðum, að stangveiði- maður hafi á einum og sama degi veitt ef til vill nokkra tugi laxa. Sem betur fer kemur það sjaldan fyrir, enda held ég, að þeir menn, sem það gera, ættu heldur að svala fýsn sinni með því að fara á togara. Mér finnst ekki nema eðlilegt, að veiðifélag setji skorður við ofveiði, meira en nú er gert, og þá fyrst og fremst með því, að takmarka dagveiði einstakl- inga. Það er einkar auðvelt, þar sem veiðiheimili eru, en ætti einnig að vera hægt, ef félögin settu trúnaðarmann á hvern veiðistað, er hefði þau fyrirmæli veiðifélagsins, að skoða veiði hvers veiði- manns að loknum veiðitíma. Ákvæðin gætu verið breytileg eftir kostnaðarverði og öðrum aðstæðum. — Ég held, að það gæti orðið öllum til góðs, að hófs væri gætt í þessum málum. Ég sé ekki fram á annað en að leiguæðið gæti t. d. orðið það alvarlegt, að til opinberra afskifta gæti leitt, og væri það til lítils sóma fyrir þá, sem hlut eiga að málum. Friðsamleg viðskipti og gagnkvæmur skilningur í þessum efnum verður ávallt að vera það leiðarmerki, er ráða verður í framtíðinni, ef vel á að fara. Þá getur sú hamingjukennd, sem vaknar í brjósti allra sannra veiðimanna, er við gott veiðivatn dvelja, bezt notið sín og leigu- salinn glaðst yfir góðu gengi kunningja sinna. Vorið fer nú í hönd. Við skulum vona, að það verði unaðslegt, eins og oft áður, og að við fáum að njóta friðsælla stunda í ríki náttúrunnar, fjarri þrasi og ys hversdagslífsins. Þ. Sv. »S8 Veiðimaðurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.