Veiðimaðurinn - 01.03.1962, Blaðsíða 57
ómerkilegri fiskar, því að þeir væru
beztir til matar. Kvaðst hún því ætla að
leggja fram kr. 2.000,00 sem hún hefði
„dregið undan“ af heimilispeningunum,
og verja ætti til kaupa á verðlaunagrip
eða einhverrar viðurkenningar til þess
veiðimanns eða konu, sem veiddi flesta
laxa af þeirri stærð sumar hvert.
Formaður félagsins þakkaði gjöfina
og veitti henni viðtöku, og kvað stjórn-
ina mundu hafa samráð við frú Láru
um reglugerð og öll nánari ákvæði varð-
andi þessi verðlaun.
Það kom strax í ljós að hugmynd frú
Láru féll í góðan jarðveg meðal kvenn-
anna, því að þrjár konur, þær frú Adda
Árnadóttir, kona formannsins, frú Efern-
ía Georgsdóttir, kona Hjörleifs Hjörleifs-
sonar, skrifstofustjóra og frú Sieríður
Stefán Sigmundsson aÖ taka mð gripnam Gára.
Ljósm.: Ocldur H. Þorleifsson.
Faaberg, kona Haralds Faabergs for-
stjóra, gáfu samtals aðrar 2000 kr. svo
stofnféð er þegar orðið nokkuð.
Þá má vænta, að þess verði héðan af
ekki langt að bíða, að bikar verði gefinn,
til þess að veita þeim félagsmanni í
SVFR, senr veiðir stærstan lax á flugu
ár hvert, þótt eigi sé á vatnasvæði félags-
ins. Sú hugmynd hefur verið borin fram
hér í ritinu oftar en einu sinni, og ein-
hvern veginn höfum vér þá trú, að hún
verði nú brátt að veruleika. V. M.
Lax og örn.
í Þjóðsögum Jóns Árnasonar segir svo
um örninn og laxinn, þegar þeir eigast
við:
„Það er alkunnugt um örnina, að liún
situr tíðum á árbökkum, þar sem lax
gengur í. Gengur lienni það til þess, að
hún hremmir laxinn, ef hann syndir svo
nærri bakkanum, að hún nái til lians
með annarri klónni, en haldi sér með
hinni í bakkann, étur hún hann allan
að framan, aftur að gotrauf, en ekki
lengra.
Sé laxinn stærri en fjórðungslax, lielur
assa ekki bolmagn á að draga hann að
sér, því síður að ná honum upp á bakk-
ann. Er því sagt, að oft hafi menn fund-
ið örn fasta í bakka á annarri klónni,
en með hina í stórum laxi. Ef örnin er
lífs, þegar að er komið, þykir það eitt-
hvert vissasta lánsmerki, að taka hana úr
þeirri beyglu, þar sem hún hangir milli
lífs og dauða, því hún getur ekki losað
af sjálfsdáðum klóna úr laxinum aftur,
en líf liennar er í veði, ef hún losar hina
klóna úr bakkanum; því að þá færir lax-
inn hana í kaf“.
Veiðimaðurinn
47