Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.2022, Síða 3

Læknablaðið - 01.10.2022, Síða 3
L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 431 Hlíðasmára 8 201 Kópavogi sími 564 4104 Útgefandi Læknafélag Íslands Ritstjórn Helga Ágústa Sigurjónsdóttir, ritstjóri og ábyrgðarmaður Berglind Jónsdóttir Gunnar Thorarensen Hulda María Einarsdóttir Ingibjörg Jóna Guðmundsdóttir Lilja Sigrún Jónsdóttir Magnús Haraldsson Ólafur Árni Sveinsson Tölfræðilegur ráðgjafi Sigrún Helga Lund Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@lis.is Auglýsingar Ingvar Freyr Ingvarsson ingvar@lis.is Umbrot Margrét E. Laxness melax@lis.is Prófarkalestur Aðalsteinn Eyþórsson Upplag 2000 Áskrift 21.900,- m. vsk. Lausasala 2190,- m. vsk. Prentun og bókband Litróf Vatnagörðum 14 104 Reykjavík Dreifing Íslandspóstur Höfðabakka 9 110 Reykjavík © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild, án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfund- ar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagna- grunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition, Scopus og Hirsluna, gagnagrunn Landspítala. The scientific contents of the Icelandic Medical Journal are indexed and abstracted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Sci- ence Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL Bæta á launakerfi, breyta vaktakerfi og laga búningsaðstöðu sérnámslækna til að bæta starfsaðstæðurnar, minnka óánægju og bæta jafnvægi milli starfs og einkalífs ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Breyta launum og aðstöðu til að bæta líðan sérnámslækna Landspítala Alls hafa 15 af 140 hætt sérnámi á Landspítala síðustu tvö ár. „Ástæðurnar eru mismunandi en álag spilaði stórt hlutverk,“ segir Margrét Dís Óskarsdóttir, kennslustjóri gæða- og um- bótaþjálfunar sérnáms á Landspítala, sem rýndi í þær í kjölfar niðurstaðna könnunar Félags almennra lækna í upphafi árs. Þær sýndu að 43,5% almennra lækna á Landspítala hafa oft eða mjög oft upplifað einkenni kulnunar síðustu 12 mánuði. Einnig að 25% væru því frekar eða mjög sammála að hafa íhugað alvarlega að fara í veikindaleyfi. „Slegin, hissa en þó ekki óvænt,“ segir Mar- grét Dís um niðurstöðurnar. Þær hafi sýnt stöð- una skýrt. „Ekki var hægt að líta framhjá þeim án þess að bregðast við.“ Gunnar Thorarensen, yfirlæknir sérnáms á Landspítala, segir þær hafa sýnt andrúmsloftið svart á hvítu. „Alvarleg teikn voru á lofti sem gaf okkur tækifæri til að bregðast við.“ Margrét Dís og Amelia Samuel, verk- efnastjóri í gæðadeild, leiddu og greindu 8 meginástæður vanlíðunar sérnámslækna. 1. Ekkert kerfi sem fylgist með því hvort sérnáms- læknar vinni umfram skyldu 2. Brotnir ferlar sem leiði til endurtekningar verka 3. Skortur á samræmdri stjórnun milli klíník- urinnar og sérnámsins 4. Engar áætlanir um hvernig dekka eigi klíníska vinnu þegar skortur er á starfsfólki 5. Starfslýsing kennslustjóra ekki í samræmi við væntingar til hlutverksins 6. Óljóst hver ber ábyrgð á starfsumhverfi sér- námslækna 7. Skortur á forvörnum og aðgerðum við veikind- um í starfsliðinu 8. Laun fari ekki saman við reynslu sérnámslækna og ábyrgð Aðgerðaáætlun liggi nú fyrir. Margrét nefnir að settir hafi verið á stofn stuðningshópar fyrir sérnámslæknana. „Þeir hjálpa þeim að takast faglega á við starfið,“ segir hún en sýtir að fleiri nýti sér þá ekki. „Þetta er eina úrræðið sem miðar beint á einstaklinginn. Önnur snúa að því að bæta vinnuumhverfið.“ Gunnar segir að eitt úrræðanna sé að bregðast við launamálunum sérstaklega. „Launin eiga að endurspegla framvinduna í sérnáminu og hefur áætlun um það verið sam- þykkt í framkvæmdastjórn. Stefnt er að því að hún komi til framkvæmda á næstu vikum,“ segir hann. „Þá ætlum við að gera vaktakerfið að betur smurðri vél og endurhanna vaktirnar í samræmi við áhyggjurnar sem sérnámslæknar lýsa,“ segir hann. Breytingarnar eigi að hluta til að verða að veruleika í október. Meðal aðgerða er einnig að bæta búningsklefa sérnámslækna. „Sérnámslæknar hafa herbergi sem hefur nýst til að skipta um klæðnað, hvílast, sofa og vinna,“ segir Amelia. „Aðstaðan er langt frá því sem talist getur viðunandi en við sáum að enginn taldi sig ábyrgan fyrir aðstöðunni þar sem sér- námslæknar tilheyra ekki neinni ákveðinni deild á spítalanum.“ Amelia segir mikilvægt að finna jafnvægið á milli sérnámsins og klínísku þjónustunnar. Þau skipuleggi því vinnustofu kennslustjóra, umsjónarsérnámslækna og yfirlækna til að finna þetta ákjósanlega jafnvægi og skilgreina hlut- verk hvers og eins betur. „Við munum setja áætlanir til að sjá meiri skilvirkni í störfum og mæla árangurinn árlega.“ Þá segja þau að könnunin um líðanina verði endurtekin í febrúar árlega. Þau eru öll á því að þetta sé aðeins byrjunin. „En við bæði stefnum að og vonumst til að sjá merki um betri líðan sér- námslækna strax í næstu könnun.“ Gunnar Thorarensen, yfirlæknir sér- náms Landspítala, Amelia Samuel, verkefnastjóri í gæðadeild, og Margrét Dís Óskarsdóttir, kennslu- stjóri gæðaverkefna Landspítala, grípa til aðgerða gegn óánægju sér- námslækna. Mynd/gag

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.