Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.10.2022, Page 42

Læknablaðið - 01.10.2022, Page 42
470 L ÆKNABL AÐIÐ 2022/108 „Við sjáum ekki lát á þróuninni í ópíóíða- fíkn,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs og framkvæmdastjóri lækn- inga hjá SÁÁ, um þá staðreynd að aldrei hafa fleiri látist af ofskammti lyfja en í fyrra. Samkvæmt tölum Embættis land- læknis létust 46 manns, 9 fleiri en árið á undan. Tíu þeirra við sjálfsvíg. „Margt hefur verið gert til að sporna við útskrift ópíóíða,“ segir Valgerður, sem sat í starfshópi heilbrigðisráðherra gegn lyfjamisnotkun. Hópurinn skilaði 9 aðgerða lista árið 2018. „Búið er að ýta stórum hluta hans í framkvæmd.“ Til að mynda hafi lögum verið breytt svo lyfjafræðingar gætu skipt upp pökkum og afhent minna magn. „Eftir sem áður er nóg af lyfjum á markaði.“ Hún nefnir einnig að bráða- móttaka Landspítala skrifi helst ekki út ópíóíða og aðgengi að Naloxon, sem notað er þegar þörf er á tafarlausri neyðarmeð- ferð vegna ofneyslu ópíóða, hafi verið aukið. „Naloxon er úði, jafnnauðsynlegur búnaður og hjartastuðtæki,“ segir hún. Yfir 200 eru nú í gagnreyndri lyfja- meðferð við ópíóíðafíkn á göngudeildinni á Vogi; meðferð sem dregur úr fíkn og fráhvörfum. „Þeir hafa heldur aldrei verið fleiri,“ segir hún. Tíu úr hópi þeirra sem hafa gengist undir meðferðina létust í fyrra en alls hafi um 600 farið í hana. Fíkn í ópíóíða vex stöðugt. Aldrei hafa fleiri látist hér á landi vegna lyfja en í fyrra. „Það gerist þrátt fyrir að gripið hafi verið til fjölda aðgerða,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir læknir og hvetur lækna til að skima fyrir og greina fíkn áður en þeir ávísi lyfjunum Lyfjaandlát aldrei fleiri áhyggjur af ávísunum á lyfið, sem hefur fjölgað aftur,“ segir Valgerður. Dregið hafi verið úr ávísun á lyfið þegar hætt hafi verið að niðurgreiða það. „Þetta er mjög varasamt lyf fyrir þennan hóp sem mis- notar lyf að einhverju leyti.“ Valgerður segir mikilvægt að heilbrigð- isstarfsfólk átti sig á því að fólk á ópíóíð- um líti ekki endilega þannig á að það sé haldið fíkn og uppfylli ekki staðalímynd fólks með fíkn. Mikilvægt sé að gera greiningu og ef um fíknsjúkdóm er að ræða er það sérstakt heilbrigðisvandamál sem þurfi skilning og inngrip. „Ávísun ópíóíða við langvinnum verkjum getur verið vítahringur fyrir marga, líka án þess að um fíkn sé að ræða. Lyfjagjöfin heldur áfram en aldrei fara verkirnir,“ segir hún. Fólkið þurfi önnur úrræði en lyf. „Fólk með fíknsjúkdóm er að deyja alltof ungt. Við verðum að bregðast við og hafa dyrnar í meðferð opnar, ekki síst fyrir þá sem taka ópíóíða.“ Hún segir að bæði læknar og almenn- ingur þurfi leiðbeiningar og hvetur lækna til að vera meðvitaðir. Þeir þurfi að meta áhættu á fíkn og gera greiningar. „Spyrja þarf fólk beint út um neyslu þess og meta áhættuþætti og ávísa ópíóíðum með sérstöku umhaldi ef áhætta á fíkn er til staðar.“ „Lyfjameðferðin fækkar sannarlega and- látum. Hún bjargar mannslífum.“ Fjallað var um málið á málþingi á Læknadögum í mars. Valgerður gagnrýnir áhugaleysi yfir- valda á meðferð SÁÁ við ópíóíðafíkn. Samningur um hana hafi ekki verið upp- færður frá því að ritað var undir hann árið 2014. „Hann nær til 90 sjúklinga en við þjónustum yfir 200 manns. Við segj- um ekki nei við neinn því meðferðin er lífsbjargandi fyrir alvarlegri ópíóðafíkn,“ segir hún. Ekki hafi verið gengið í að upp- færa hann. „Það er ekki hlustað á okkur. Við köll- um út í tómið. Efast er um að við segjum rétt frá,“ segir hún og ítrekar þó að allir vilji sinna málefninu betur. Gjörðir þurfi hins vegar að fylgja orðum. Í fréttum RÚV um andlátin segir að flogaveikislyfið pregabalín hafi fundist í blóði 15 þeirra sem létust. „Við erum ekki að standa okkur þar og höfum miklar Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs og fram- kvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ, hvetur lækna til að greina hvort sjúklingar séu í áhættu á fíkn áður en þeir ávísa ópíóíðum. Mynd/gag V I Ð T A L ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir „Ávísun ópíóíða við langvinnum verkjum getur verið vítahringur fyrir marga, líka án þess að um fíkn sé að ræða. Lyfjagjöfin heldur áfram en aldrei fara verkirnir.“

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.