Veiðimaðurinn - 01.11.2008, Síða 8

Veiðimaðurinn - 01.11.2008, Síða 8
SÓLARUPPRÁS VIÐ NORÐURA Þessi mynd var tekin í dagrenningu frá veiðihúsinu á Rjúpnaási við Norðurá í Borgarfirði í lok júlí sl. sumar. Himininn logaði í öllum regnbogans litum og áin liðaðist rauð niður dalinn. Þeir sem á horfðu höfðu að orði að það væri vel þess virði að vaka eina sumarnótt til að líta slíka dýrð augum. Ljósmynd: Bjarni Brynjólfsson. SKOTBÐ SVFR SVFR-FRÉTTIR FJÖLBREYTT BARNA-OG UNGLINGASTARF Fræðslunefnd SVFR hefur lagt metnað sinn í að gera vel við unga félaga í SVFR. Hnýtingakvöld og veiðidagar í Elliðaánum ber þar hæst. Veitt var fjögur síðdegi undir leiðsögn reyndra veiði- manna sem gáfu góð ráð um veiðiaðferðir, veiðistaði og réttar umgengnisreglur við veiðina. Þessir dagar hafa heppnast einstaklega vel undanfarin ár og fjölmörg ungmenni veitt þarna sinn fyrsta lax, svonefndan Maríulax. Eftir veiðina er svo grillað og veiðisögur sagðar yfir pylsunum. Hluti veiðimanna sem var veiðar íElliðaánum á barna- og ungtingadegi SVFR. Ljósm. Þorsteinn Ólafs.

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.