Veiðimaðurinn - 01.11.2008, Page 49
VEIÐISTAÐALÝSING
Geirastaðir
Þar sem flest hin betri veiðisvæði Geirastaða liggja á móti
Geldingaey, og í því trausti að veiðimenn haldi saman þessum
leiðarvísum í greinarlíki til afnota við ána, skulum við næst
leggja leið okkar í Geirastaðaveiðarnar. Þangað liggur leiðin
norður um brúna neðan við Arnarvatn og síðan til hægri rétt
austur fyrir Geirastaðabæina, uns við komum að merktum
afleggjara til hægri og eftir honum ökum við að stíflunum.
Hér þurfum við að átta okkur á aðstæðum, því nú fylgir lítils
háttar kvöð veiðileyfinu. Hér rennur duggunarlítil kvísl í gegn
um op undir veginum eftir gamla árfarveginum heim undir
hlað á Geirastöðum. Þessi kvísl og hólminn neðan við stífluna
eru heimalönd þeirra Geirastaðamanna og þar mega þeir
einir veiða. Sama máli gegnir um skurðinn neðan við stífluna,
í honum mega veiðimenn aðeins veiða Helgeyjarmegin.
Þýðingarmikið er að aðkomumenn virði þessa kvöð.
Nú opnum við hliðið á brúnni yfir Helgeyjarstífluna, ökum
suður yfir Geirastaðakvíslina og sem leið liggur beint yfir að
Miðkvísl. Bílinn skiljum við eftir við stíflurústirnar, og gerum
rétt í því að rölta fyrst upp að Mjósundi þar sem kvíslin fellur
úr Mývatni. Áður en stíflan var gerð þótti afbragðsveiðistaður
úr Mjósundstanganum ofan við Slæðuhólmann, sem um
gat í Geldingaeyjarpistlinum. Kannski er silungurinn kominn
þangað aftur. Næsti veiðistaður þar fyrir neðan er svo við
Kaffiklettana neðan við Slæðuhólmann, en þeir eru merktir á
kortinu. Því næst er veiðistaður við Hól, ofan stíflunnar. Hér er
lygna, og má veiða á ýmsa vegu. Neðan stíflunnar er ágætur
og skemmtilegur veiðistaður, og rmiklu betri aðstaða en Geld-
ingaeyjarmegin. Gengið er ofan klettaranann og vaðið út ey-
rina meðfram strengnum ofan á móts við Brunnhellishrófið.
Silungurinn getur legið efst í strengnum og alveg niður á
brotið og þaðan allar götur undir Stöpulhólma þar sem áin
beygir til norðurs og kvíslast um hólmana. Hér neðan frá eru
margir góðir veiðistaðir allar götur að Skipthólmanum.
Þegar komið er að Skipthólmanum erum við á móts þann
veiðistað sem kallaður er „Undir björgum", þegar veitt er í
Geldingaey, og er afbragðs veiðistaður. Hérþarfaðvaðanokk-
uð Helgeyjarmegin, og er nú eins gott að muna miðlínuregl-
una gagnvart veiðimanninum sem stendur Undir björgum.
Þar næst komum við að svokölluðu Helluvaði, þar sem
riðið var forðum milli Helgeyjar og Geldingaeyjar. Neðanvert
við vaðið er dágóður veiðistaður.
Þá komum við á Ytritanga, sem er við ósinn á fyrrnefndum
skurði frá Geirastaðastíflunni sem við ókum yfir í byrjun.
Skurðurinn sjálfur, breiðan þar fyrir neðan og út að Ytritanga
er forkostulega gott veiðisvæði þegar nóg vatn er í
Geirastaðakvíslinni, sé lítið í henni svo að ekki falli yfir stíflu-
virkin er óráðlegt að eyða þar miklum tíma. Hér fást tíðum
vænstu silungar árinnar. Oft liggja fiskarnir allar götur frá hvít-
fyssinu undir stíflunni og ofan á breiðuna. Hér er stórgrýtt í
botni og hætt við festum þegar fiskur er kominn á. í miðjum
skurðinum fellur heimaspræna Geirastaðamanna út í hann - á
þeim straumamótum hópast silungurinn einnig oft. Silungar
sem hér veiðast eru oft troðfullir af hornsílum, og straumflugur
í hornsílislíki býsna skætt agn.
Út af Ytritanga, ofan Miðmundavaðs, mætast Geirastaðakvísl
og Miðkvísl.
Hér höfum við lokið veiði í Helgey, en eigum nú eftir allar
dásemdir Geirastaðanessins.Til þeirra er best að aka aftur til
baka að brúnni hjá Arnarvatni og ganga upp eftir, ekki langan
veg.Til þess að gera frásögnina Ijósa er best að við göngum alla
leiðina efst í nesið. Þar megum við byrja að veiða við Sortu-
lækinn sem fellur sunnan við túnið á Geirastöðum á móts við
Ytritangann. Hér er grjótruðningur á bakkanum, ekki til
skemmtunar, en af honum veiðum við allt ofan á Miðmunda-
vað, sem er á móts við Miðmundaklett í Geldingaey. Hér er
hvarvetna von á mjög vænum silungi. Á sjálfu vaðinu, sem er
vætt á klofstígvélum út í Geldingaey og eins í Landhólmana, er
einnig góð veiðivon, því skvompur og bollar eru í botninn. Úr
Landhólmanum má veiða á báða vegu.
Á varptímanum, fyrrihluta sumars, þarf að fara með mikilli
gát um Helgeyna, en einkum þó Landhólmana, til þess að
styggja ekki endurnar.
Þá höldum við fram í nesið og suður fyrir Landhólmana. Þar
er veiðistaður á móti Langaviki á Geldingaey. Sá sem veður
þeim megin á ekki veiðirétt fram yfir miðja á. Hið sama gildir um
veiðistaðinn á móti Stóraviki - en þar þurfa menn ekki að
teygja sig jafnlangt eftir silungunum.
Þá tekur við nokkuð strangur kafli ofan við Ferjuhólma, sem
er andspænis Hagatá á Geldingaey og við kvíslamótin. Úr þeim
hólma er gott að veiða bæði til austurs og suðurs. Þaðan
höldum við svo með ánni ofan fyrir flúðirnar, en þaðan í frá má
heita samfelldur veiðistaður ofan í Kleif svo langt sem menn
komast með klettunum. Þar verður smám saman þröngt um
bakkastið en má lengi veltikasta. Hér lýkur veiðiferðinni með
Geirastaðalandi.
Arnarvatn
Nú ökum við suður yfir brúna hjá Arnarvatni, upp að Geldinga-
eyjarbrúnum og göngum þaðan upp að hólmunum í Krákár-
ósum þar sem hún fellur í Laxá í tveimur kvíslum. Vætt er í hólm-
ana og þar ágætur veiðistaður allt upp að efri kvíslinni. Hér eru
oft vænir fiskar og þegar grugg er í Laxá er tíðum gott að veiða í
Krákárvatninu, sem er hreint og gætir í allri Syðstukvísl. í hólm-
unum er stórvaxinn rauðviður, önugt að bera sig um og hvergi
auðveldara að slíta af sér flugu í bakkasti.
11'08
49