Veiðimaðurinn - 01.11.2008, Blaðsíða 38

Veiðimaðurinn - 01.11.2008, Blaðsíða 38
ÚR VEIÐIBÓK DOWDING 1908-1914 ÚR VEIÐIBÓK DOWDING 1908-1914 KAFTEINN DOWDING OGLAXÁ Herbert W. Dowding hét enskur maður sem kom til urriðaveiða í Laxá í Þingeyjarsýslu árin 1908—1914. Dowding var foringi í flota hennar hátignar og var m.a. kafteinn á orrustuskipinu HMS Asia á síðari hluta 19. aldar. Jón Benediktsson frá Auðnum skrifar hér um veiðar Dowdings í Laxá og birtir þýdda kafla úr stórmerkilegri veiðidagbók hans sem er varðveitt á Húsavík. r rin 1893-1938 bjuggu á Halldórsstöðum í Laxárdal Páll Þórarinsson og kona hans, Elisabet Þórarinsson, fædd Grant. Páll hafði hleypt heimdraganum og dval- ið tvisvar nokkurn tíma í Skotlandi og varð það meðal ann- ars til þess að hann kom þaðan með konu sína Elisabet, sem jafnan var nefnd Lizzie eftir að hingað kom. Ensku hafði Páll lært vel í Skotlandi og þar sem hann var talsvert hneigður til kaupskapar nýttist honum enskukunnáttan ágætlega til viðskipta í Englandi. Skömmu eftir aldamótin fóru enskir stangveiðimenn að leggja leið sína að Halldórsstöðum og dvöldu þeir þar við sil- ungsveiðar. Halldórsstaðir voru meðal fárra bæja í sveitum þar sem nægilega vel var hýst til að bjóða útlendingum vist; þar var byggt árið 1893 timburhúsið sem enn ber við loft á bæjar- hólnum. Ekki má gleyma þætti húsmóðurinnar, Lizziear, því auk þess að vera hvers manns hugljúfi kunni hún ágæta vel til matreiðslu og að umgangast gesti, mun raunar hafa verið alin upp við slík störf þar sem faðir hennar var veiðivörður og gest- gjafi. Sá er hélt veiðidagbók þá sem hér eru birtir kaflar úr hét Herbert W. Dowding og veit sá er þetta ritar varla um hann annað en nafnið og að hann mun hafa verið all hátt settur í breska hernum en kominn á eftirlaun. Hann kom árlega til dvalar á Halldórsstöðum árin 1908-1914 ásamt einum til tveim félögum sínum. Að því er best verður séð hefur hann komið hingað fyrst árið 1906. Líklega hefur heimsstyrjöldin fyrri komið í veg fyrir fleiri veiðiferðir hans hingað. Dowding hafði ána á leigu og var Páll umboðsmaður hans. Leigan var samtals 300 kr. til þeirra níu jarða í Laxárdal sem í hlut áttu. Bændur áttu auk þess silunginn sem veiddist og hefur það fyrirkomulag sennilega verið algengt á þessum tíma. Öllum silungum léttari en tvö ensk pund var sleppt, þætti þeim lífvænt og mun það fyrirkomulag hafa verið frá veiði- mönnunum runnið. Veiðibók Dowding var geymd á Halldórsstöðum en er nú varðveitt í Safnahúsinu á Húsavík ásamt ífæru sem Dowding átti og mörgum fleiri munum sem tengjast veiðiskap í Laxá. Hér á eftir fer þýðing á nokkurs konar formála fyrir bókinni, veiðiskýrslum áranna 1908 og 1914 og bréfi frá Dowding til Páls; bréfið hefur allt til þessa dags fylgt bókinni. Skýringum og athugasemdum þýðanda er hér og þar skotið inn með skáletri og innan sviga. Reynt er að láta textann koma les- endum fyrir sjónir sem líkast og hann er í frumritinu. 38 //'08
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.