Veiðimaðurinn - 01.11.2008, Blaðsíða 47

Veiðimaðurinn - 01.11.2008, Blaðsíða 47
VEIÐISTAÐALÝSING Sandvik í Arnarvatnslandi. Hér þarf að kasta nokkuð langt að sögn Stefáns. veiðistaðurinn á þessu svæði, að kalla samfelldur veiðistaður allt vikið og þar ofan við, strengirnir allt upp að brotinu neðan við Landhólmana. Hér sem annars staðar er gott að geta kastað langt, en það er ekki skilyrði fyrir veiði í Langaviki. Þegar byrjað er efst í vikinu er skynsamlegt að reikna með því að efsti urriðinn sé í strengbárunni fast uppi við grasbakkann á efra nesinu. Sá er oft vænn. Að honum teknum er gott að byrja með stuttum köstum þvert norður yfir strenginn og draga hægt í lygnunni þín megin, lengja síðan köstin um svo sem hálfan metra hvert uns þú hefur fiskað með þessum hætti yfir hálft vikið og eru mörkin þá dálítill klettur sem næst miðju vikinu. Þar neðan við breytist straumurinn og botnlagið, en einnig þar er ágæt veiðivon. Áður en ég skilst við Langavik skulum við láta gamla minn- ingu þaðan kalla fram þarflega áminningu varðandi veiðirétt á urriðasvæðinu í Laxá. Þar sem bakkarnir eru sitt hvort veiði- svæðið, nær veiðirétturinn aðeins út í miðja á. Svæðið milli Geldingaeyjar og Geirastaðaness er dæmigert upp á nauðsyn þess að halda þessi veiðiréttarákvæði, sem ella eru líklegt til að valda ýfingum á veiðistað. Sjálfsagt er, finnist veiðimanni á rétt sinn gengið, að gera kurteislega athugasemd yfir ár- strenginn, og mun sjaldgæft að ekki sé tekið tillit til hennar. Þó hefur höfundur þessarar greinar lifað það, og valdi þess vegna Langavikið til vettvangs athugasemdinni, að þar óð duglegur veiðimaður miðja ána og kastaði í krikana mína í Langaviki. Sá hafði leyfi frá Geirastöðum. Við hógværri athugasemd varð- andi veiðiréttinn brást hann fremur kuldalega, kvaðst aldrei fyrr hafa heyrt neina miðlínureglu varðandi stangarveiði, þannig hefði hann ávalt veitt og myndi veiða. Ég gæti þá kært sig fyrir. Ekki vil ég ráðleggja neinum að hefja meiriháttar áflog út af slíku, því eigi veit hvern við er að eiga, en með góðri samvisku get ég ráðlagt þeim er fyrir slíku verður að ná taki á flugutaum andstæðingsins og kippa í. Það er ávalt gaman að sjá bros vongleðinnar á andliti fluguveiðimanns. Að svo búnu er eðlilegt að draga til sín flugulínu hans og gera hana upp í snyrtilega hönk. Samtímis þessu er hægt að halda uppi samn- ingaviðræðum. Efekki gengursaman getur aldrei farið verren svo að undirlínan slitni í átökunum, ella elti andstæðingurinn fluguna sína yfir álinn og væri þá fullrefsað. Þá erum við komin upp á móts við Landhólmana sem fyrr var á minnst. Þeir eru í Geirastaðalandi. í kvíslinni milli þeirra og Geldingaeyjar má veiða, þótt hún virðist nokkuð ströng. Mest er veiðivonin efst í kvíslinni undir Miðmundakletti. Norður frá honum, rétt ofan við Landhólmana er Mið- mundavað, vel bússutækt, með skvompum og pyttum á milli, samfellt veiðisvæði yfir í Geirastaðanes. Frá því segjum við síðar. Hér, við Miðmundaklett, erum við komin í varpstöðvar. Sérstaklega er varpið þó mikið í Landhólmunum, en einnig á bökkum Geldingaeyjar hér ofan við. Hér förum við því með sérstakri gát og hógværð á varptímanum. Sumar andarteg- undirnar eru nefnilega svo firtnar að þær afrækja eggin ef þær eru styggðar af þeim. Frá Miðmundakletti er heldur ekki eftir miklu að slægjast í veiði fyrr en komið er aftur upp í Miðkvísi. Þá leið göngum við sem sagt ekki með ánni um varptímann, heldur styttum við okkur leið þvert austur yfir þangað sem heitir Björg norðaustan á eynni. Verulegur veiðistaður er ekki 11 '08 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.