Veiðimaðurinn - 01.11.2008, Blaðsíða 59

Veiðimaðurinn - 01.11.2008, Blaðsíða 59
Árgilsstaðaflói. Þar er veiði að fá með öllu landinu norður fyrir Arnarbæli, bakkanum allt niður á brot. Hér er oft vænn silungur. Nú erum við á því svæði þar sem veiðistaðir breytast nokkuð milli ára vegna sandburðar, og kann að finnast pollur með silungi í ár þar sem grynningar voru í fyrra. Þetta gildir m.a. um svæðið milli Halldórsstaðahólma og Nautatanga þar sem stundum hefur gefið veiði en stundum ekki. í hólma þessa er hrægrunnur vaðall frá norðanverðum Slætti. Þá komum við að Birningsstaðaey. Sunnan undir henni er veiðistaður og einhverja veiði mun að fá í landkvísl- inni. í eyna er vel vætt á ýmsum stöðum. Birningsstaðaflói og Sogið Hér komum við að landamerkjum Birningsstaða og í Birn- ingsstaðaflóann, sem er grunnur og smágrýttur syðst og efst, og fyrsti veiðistaður, grunnur þó, heitir Ytravað þar sem oft má vaða þvert yfir ána þótt við beri að smáálar myndist í vaðið frá ári til árs. Hér er gott að byrja að kasta frá landi, en vaða síðan dálítið fram í og inn í Stóruvík, sem er fremur grunn og sandborin. Norðan við víkina heitir Ullarnef. Lang- leiðina um allan flóann fram að Sogi er góð veiði en þarf að vaða til hennar. Norðan til á flóanum vex mikið sef nærri landi og sækir í það slý seinnipart sumars svo að tæplega verður veiðandi. Þá komum við að Soginu þar sem áin fellur úr Birnings- staðaflóa um þrengslin undir brúnni. Þetta er djúpur veiðistaður, firnagóður og skemmtilegur beggja vegna frá en mistækur eftir vindátt og sólfari. Best er að byrja að kasta um miðja víkina ofan við vatnsmælinn þar sem enn gætir sáralítið aðdraganda sjálfs Sogsins, vaða fram á hnédýpi, kasta þvert, draga mjög hægt og láta fluguna svima upp að landinu, færa sig fet fyrir fet með nokkurra kasta millibili austur með víkinni, síðan fyrir beygjuna þar sem straumþunginn vex, kasta þaðan í frá af bakkanum og svo áfram allt ofan á brotið rétt ofan við brúna. Neðan brúarinnar er áin ströng og þó lítilsháttar lygna með landinu þar sem veiða má ofan að hrauninu, sem gengur fram í ána. Þar neðan við hvarflar hraunið frá og myndast graslendi, sem heitir Syðstibakki, og af honum best að veiða á móts við norðanverða Rauðhólaey, og eru þó víðar svif með veiðivon. Nyrst við Syðstabakka gengur hraunið enn að ánni og við tekur kafli þar sem áin rennur jafnt og skjóllítið uns kemur á Miðbakka þar sem graslendið breikkar og hraunið hopar. Hér eru allmörg svif, yfirleitt nálægt landi og gott að veiða. Venju- lega hefur Miðbakki verið örlátastur norðan til. Þar heitir Miðbakkanef - klettur sem skagar fram í ána. Sunnanundir klettinum er lygna, sem Mangapollur nefnist, en sunnanvert við þá lygnu hefur veiðst einna best. Lygnan sjálf er veiðisælli frá austurbakkanum. Norðan við Miðbakkanefið tekur við Ystibakki. Hér skal þess getið að ekki er svo sem sýnist af kortinu að Árgilsstaðir séu byggð jörð, heldur er hér eyðibýli, [Fór í eyði 1690. Landið tilheyrir Birningsstöðum innskot GP] en túnið þó í rækt. Ystibakki byrjar sunnan túnsins. Áin fellur hér grunnt eftir grýttum botni og festuhætta eftir því, en hvarvetna von á silungi. Þegar kemur á móts við túnið fer áin að stillast og þar byrjar Árgilsstaðaflóinn. Nyrst niðurundan túninu er lítil vík og venjulega best að vaða nokkuð fram sunnan við hana. Norðan víkurinnar gengur hraunið alveg að ánni og þrengir að svo að vont er að kasta, en þarna er aðdjúpt og veiði að fá 59 11 '08
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.