Veiðimaðurinn - 01.11.2008, Blaðsíða 36
VORVEIÐI Á KÓLASKAGA ^
og svo kastaði ég þvert á hylinn rétt fyrir neðan ísskörina og
léttúbuna svífa yfir hylinn niðurá brotið. Ekki högg. Við veidd-
um okkur niður gljúfrið, þrjá mjög fallega staði en án árang-
urs. Svo komum við að Tjaldbúðahyl þar sem þyrlan stóð á
grjóteyri og beið okkar. Þar var líka ísspöng yfir damminum en
óðum að bráðna. Ég kastaði löngu kasti yfir að ísskörinni við
hinn bakkann og lét agnið dauðreka. Þetta var græn og svört
Snælda, hnýtt á eirtúpu og þyngd með blýi til að hún sykki
betur. Túpan sökk dýpra og dýpra. Allt í einu var tekið í, þung
taka og hæg en það var greinilega fiskur á og það nokkuð
vænn. Hann strikaði út og yfir að hinum bakkanum. Það voru
samt engin læti. Stöngin bogin niður í skaft. Jú, þetta var
ágætis fiskur. Skyldi hann vera nýr? Hnén skulfu örlítið við til-
hugsunina og ég herti takið á stönginni og þyngdi brems-
una.
„Nei," sagði Kola.„Nýr fiskur myndi rjúka niðurá brotiðeða
undir ísskörina. Þetta er áreiðanlega kelti."
Þessi fiskur tók samt vel í. Kannski var það kalda vatnið sem
hægði svona á honum. Ég glímdi við hann í um tíu mínútur
áður en háfurinn fór undir hann. Þetta var kelti, svona tólf
punda þungur. Viðureignin minnti á glímu við haustlax undir
lok veiðitímabilsins heima. Kannski örlítið rólegri enda vatnið
undir frostmarki, -0,5 gráður. Ég hafði aldrei heyrt að lax tæki
við slíkar aðstæður, en hann gerir það nú samt ef veitt er nógu
djúpt og hægt og túpan slæst framan í hann.
Nú var þetta komið í gang og ég í stuð. Grænt var liturinn.
Grænt og vænt. Ég kastaði aftur og eftir nokkur löng köst fékk
ég aðra töku. Það var minni fiskur en sá fyrri en sprækari.
„Osenka?"spurði ég vongóður. Nú sáum við hann.
„Nei, ekki osenka, kelti," úrskurðaði Kola.
Kelti var það heillin, heil níu pund. Greinilega engin smá-
kóð í Litza þótt laxinn væri ekki nýgenginn.
Ég veiddi þarna smástund í viðbót en svo færðum við okk-
ur niður í Hreindýrshyl, langan og harðan streng. Það var allt
of mikið kast á vatninu fannst mér. Túpan flaug beinlínis yfir
hylinn þrátt fyrir sökkendann. Ég kastaði þvert og aðeins upp
á við til að ná henni betur niður. Bang. Þarna kom högg.
Kannski fiskur, kannski ís, kannski steinn.
„Þessir nýkomnu eru oft í hörðum straumi," sagði Kola.
Spenningurinn var að gera út af við mig. Ég var kominn á
bragðið og vildi ólmur lenda í ævintýri. Hér gat maður átt von
á hverju sem væri. Hvílík lukka það væri að setja í nýrenning
og þurfa að hlaupa á eftir honum kílómetra eða svo. Það var
aukaatriði að ná honum. Ég mat möguleikana. Stöðugur jaka-
burður, snjór á bökkunum, stórgrýti, klettur þarna fyrir neðan.
Það yrði algjört bull og vesen að setja í nýgenginn risa. Það
þyrfti kraftaverk til að ná honum. Hvert kast byggði upp vænt-
ingar og spennu. Litza er enn frægari stórfiskaá en Kharlovka
en báðar gefa fiska yfir fjörutíu pund nánast á hverju ári.
Næstu tveir dagar voru eins. Við settum í kelta af og til í
Kharlovka. Það byggði upp spennuna. En enginn nýr fiskur
kom á land. Með hverjum sólarhring sem leið varð áin veið-
anlegri og ísinn rak niður úr hyljunum. Þetta var allt saman
alveg að bresta á. Á fimmta degi áttum við Hilmar, Litzu aftur
og nú neðri hlutann, Snjóbakkahyl og Herhyl, sem er með
stórkostlegri hyljum sem til eru í heiminum, gæti ég trúað.
Hér fellur áin í þrengslum og um flúðir niður á risabreiðu þar
sem stórgrýti myndar strengi og skjól fyrir laxa. Laxinn safnast
fyrir hér á vorin þegar vatnið er kalt og gengur ekki upp há-
vaðann fyrir ofan fyrr en vatnið tekur að hlýna.
Við byrjuðum í Snjóbakkahyl en urðum ekki varir. Langur
og hraður staður. í fallegu V-i fyrir neðan setti Hilmar hins veg-
ar í feikna fallegan lax. Það var Ijóst frá byrjun að þetta væri
enginn kelti. Eftir talsverða viðureign kom Kola háfnum undir
hann. Ég stóð uppi á háum bakkanum fyrir ofan þá og mynd-
aði. Ég hraðaði mér niður til að ná mynd af Hilla með laxinn.
Þeir stilltu sér upp og ég var að munda myndavélina þegar
laxinn tók snöggt viðbragð og sneri sig úr höndunum á garpn-
Kengbogin tvíhenda og háfurinn tilbúinn. Þessi fiskur sneri sig út úr höndunum á Hilmari áður en hægt var að mynda hann.
36
IIV 8