Veiðimaðurinn - 01.11.2008, Page 46

Veiðimaðurinn - 01.11.2008, Page 46
Veiðimaðurinn stendur við Skurðinn fyrir neðan við stífluna. Aðeins má veiða frá þessum bakka. og eyjarinnar eru smábollar í botninn og fæst þar stundum silungur. Ekki má heldur eyða hér löngum tíma, því nú er skammt í stóra veiðistaði, og þá Sauðavaðið næst, rétt neðan við skerin. Þar liggur silungurinn oft í smápollum á vaðs- breiðunni. Aðalveiðisvæðið þarna er þó Gunnlaugsvað, merktur veiðistaður neðan við Sauðavaðið. Þar er brot og sil- ungurinn liggur í því, að heita þvert yfir kvíslina og fæst hér oft stórveiði. Uppi við Geldingaey endar veiðisvæðið í bakkahyl þar sem gerst hafa ævintýri. Þarf að vaða fyrir ofan þennan ál og jafnvel út fyrir hann og kasta þá upp að grasigrónum bak- kanum. Það var hér sem Þingeyingur varð til í höfðinu á Geir Birgi Guðmundssyni. Þar var torfa af silungi að éta í straum- num fast uppi við bakkann. Hann kastaði fyrir þá öllum flugu- num sínum án hins minnsta viðbragðs. Þá óð hann í land og skreið fram á bakkann í þeirri von að finna ætið sem silung- arnir voru að háma í sig. Það kom í Ijós að þetta voru gras- maðkar, sem skriðu fram af bakkanum og höfnuðu í urriðaskolt- unum. Birgir fór upp í bíl og hnýtti þriggja tommu straum- flugu með grasgrænum legg og gulum hárvæng og veiddi tólf væna silunga á einum klukkutíma þarna á Gunnlaugs- vaðinu. Handan kvíslarinnar lýkur Gunnlaugsvaði við götu- slóðann, sem liggur fram í ána. Hér er afbragðs veiðistaður og gefur hvað vænstan silung sem í Laxá fæst, einkum þegar líður fram á sumarið. Láta mun nærri að þessi veiðistaður sé fimm hundruð metrum neðan við síki það sem fyrr er frá greint að vaða þarf yfir eða krækja fyrir neðan við Geldingaeyjar- brýrnar. Frá Gunnlaugsvaði er skammur spölur á Hagatá þar sem Syðstakvísl og Geirstaðakvísl mætast en svo heita kvíslarnar sem umlykja Geldingaey. Á Hagatánni er ágætur veiðistaður. Best er að byrja svo sem metra framan við sjálfa tána, og kasta í áttina að hólmanum sem er Geirstaðamegin kvíslarinnar, en vaða síðan út eyrina, meðfram álnum. Vaða má á hnjástígvélum langt fram í á. Er þá þverkastað með langri línu, en fiskurinn tekur yfirleitt ekki fyrr en flugan er komin á grynnslin við eyrina. Fram í ánni er kastað á strauma- mót kvíslanna. Hér er oft mjög mikill silungur og vænn þegar komið er fram á sumarið og slý komið á klapparbotn og hraun, en það festir ekki á sandbotninum. Nú þrömmum við upp með Geirstaðakvísl og gætum vel kastað á allan strenginn frá Hagatá og upp í Stóravik, á að gizka 150 metra svæði og náð í tvo - þrjá urriða, en það verður að bíða betri tíma. Stóravikið er góður veiðistaður þar sem veiða má á inniskóm ef kastað er nógu langt, en hér sem víða annars staðar er gott að vera vel væður. Að öllu skaplegu er best að byrja frá tanganum ofanvert við vikið, kasta norður yfir strenginn sem fellur nokkuð strítt með oddanum, draga síðan hægt inn þegar flugan er komin á leiðarenda, og kasta síðan nokkrum köstum sunnan við strenginn, inni í víkinni því gjarnan heldur urriðinn sig upp við. Eftir að hafa kastað vendilega svo sem maður nær út af tanganum má vaða út í, fet fyrir fet og ætla að minnsta kosti sex köst fyrir hvert stutt skref ofan eftir vikinu. Dálítill oddi skagarfram í miðju viksins. Þegar komið er á móts við hann fer vikið dýpkandi og ætti að vera óþarfi að vaða lengra því héðan má kasta vikið á enda. Oft tekur silungurinn rétt sunnan við strenginn, en gott er að kasta yfir hann að Geirastaða- nesinu. Ofan við Stóravik kemur svo Langavik, sem jafnan er besti

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.