Veiðimaðurinn - 01.11.2008, Blaðsíða 18

Veiðimaðurinn - 01.11.2008, Blaðsíða 18
I ÓLAFSFJARÐARÁ c Bragðlaukarnir espast svo við frásögn þeirra af ungversku gúllassúpunni að klístruð roastbeef samlokan sem ég maula með kaffinu fer smám saman að líkjast lungnamjúkum nauta- lundum. Síðan rifja þeir upp, eina ferðina enn, með sælufullum munnviprum og ánægjusvip hvernig þeir hafa í öll þessi ár farið í hléinu heim til Sigrúnar og Jóns þar sem bíður þeirra veisluborð, matarmikil gúllassúpa, brauð og jafnvel glas af hvítvíni. „Eftir matinn setjumst við síðan út í garð og njótum veð- urblíðunnar," segir Guðmundur. „Já, og fáum síðan hvor sitt herbergið með uppábúnum rúmum þar sem við leggjum okkur til klukkan fjögur," segir Kristinn. „Enda súpan svo kjarngóð að það slökknar á manni," umlar Guðmundurdreyminn. „Og síðan sprettum við upp tvíefldir eftir lúrinn," segir Krist- inn með áhersluþunga á orðið tvíefldir. „Þetta er mikið öndvegisfólk," hvíslar Guðmundur. „Og stöku sinnum getum við fært því silung," botnar Krist- inn. Það svífur á mig höfgi við masið í körlunum og mig dreym- ir mjúkt rúm í skugga fyrir sólinni, hlýja sæng, fallegar fjöl- skyldumyndir á vegg og matarmikla gúllassúpu. í svefnrofunum heyri ég listmálarana tala um litina í fjöll- unum og hversu ómögulegt það muni vera að fanga þá á striga. Rautt og blátt Guðmundur er kippkorn frá okkur að mála vatnslitamynd þegar ég rumska loksins klukkan að verða fjögur, með upp- þembdan maga eftir saðsamar draumfarir. „Hann er að reyna að finna rétta okkurgula litinn í fjallshlíð- unum," segir Kristinn og gefur svefnpurkunni auga. Ég rís upp við dogg og teygi mig í kaffibrúsann. Það er í mér hálfgerður hrollur. Það er aldrei of gott að sofna milli þúfna í glaðasólskini. Maður vaknar yfirleitt sveittur með lúmskan hroll sem nær inn að beini. Nú lýstur niður í kollinn á mér því sem Kristinn sagði um litina, að þeir Guðmundur væru eins og svart og hvítt eða öllu heldur rautt og blátt, og ég spyr hvað hann hafi átt við með því. „Það er nú það," segir Kristinn og dregur seiminn.„Það er út af pólitíkinni," segir hann og horfir rannsakandi á tilburði Guð- mundar með vatnslitina,„og svo erum við líka svo gjörólíkir á alla lund." „En mér hefur alltaf fundist þið vera alveg eins." Kristinn hlær. „Þegar við kynntumst á níunda áratugnum var Guðmund- ur á kafi í sósíal-realisma, málaði ekkert nema einhverjar verkalýðsmyndir og gerði grafík af verkamönnum í Slippnum og af Nixon með drápstólin sín. Ég var aftur á móti draumóra- kenndur rómantíker í málverkinu. Það var því himinn og haf á milli okkar, eins og skrattinn hefði hitt ömmu sína. Og pólitíkin! Ég hafði setið í bæjarstjórninni í Ólafsfirði fyrir Sjálfstæðismenn en Guðmundur var alræmdur kommúnisti og byltingarsinni. Hann var meira að segja litinn hornauga af ýmsum góðborgurum inni á Akureyri og þótti hættulegur maður. Ég sá ekkert hættulegt í honum." „En hvernig gátuð þið þá orðið vinir og veiðifélagar?" spyr ég hissa. „Það er vegna þess að við eigum skap saman. Veiðin er líka svo ópólitísk, að minnsta kosti óflokkspólitísk. Það er helst að 18 I1V8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.