Veiðimaðurinn - 01.11.2008, Page 51
Séð úr Hofsstaðalandi yfir efri enda Hofsstaðaeyjar. Þar er hinn fornfrægi veiðistaður Gaflinn sem oft gefur vel. Pollurinn heitir hins vegar
staður sem liggur meðfram bakkanum Hofsstaðamegin.
Garðsendi, góður veiðistaður þótt silungurinn þar sé stund-
um helst til smár og er þó á öllu von.
Þá taka við strengir, sem ekki borgar sig að kasta á, allar
götur ofan að Ferjustað, sem er við Ferjuflóa. Hér er veiði að
fá alveg uppi í strengjunum, en þarf að kasta nokkuð langt,
helst yfir undir eyna. Það er merkilegt því þegar veitt er úr
eynni þarf að kasta nokkuð langt áleiðis til lands. Veiðivon er
alveg niður undir hólmann á Ferjustaðnum.
Næsti veiðistaður er svo Höfði, sem er á móti þeim
veiðistað, sem Gálufit nefnist á eynni. Veitt er í Höfðavikinu,
sem er mjög góður veiðistaður og gefur oft vænan silung.
Síðan má veiða kringum Gálufitjarskerið, en þar er bratt og
ógott að standa að veiðinni.
En nú er komið í Skriðuflóa. Þar er gott að veiða efst uppi
í strengjunum. Sunnan til er flóinn ekki djúpur, en þegar
þrengir að til norðurs dýpkar hann mikið. Þar er ekki margt
um silung, en þeir sem fást eru yfirleitt stórir.
Næsti veiðistaður er Geldingatóftarflói, sem er fremur
lítill og lokast neðanvert af hólma. Oft er mikið af smáum
silungi í sjálfum flóanum, en í strengjunum ofan við hann er
stór silungur. Þarna er stórgrýti í botninum og kasta þarf
þannig að flugan berist milli steinanna. Hér er prýðilega
skemmtilegt að veiða, ef maður sleppur við festur.
Nú styttist leiðin að landamerkjum Hamars og ekki nema
einn veiðistaður eftir, svokallað Stekkjarvik, auðþekkt á
fjárhelli í bakkanum. Hér má tíðum fá nokkra gogga en
sjaldan stórsilung.
Hofsstaðaey
í eyna er göngubrú rétt sunnan við túnið á Hofsstöðum,
bílslóð þangað innanvert um túnhliðið, fram á brekkubrúnina
þar sem farartækið er skilið eftir. Þessu sinni göngum við ofan
með austurlandinu á eynni, gagnvart veiðistöðvunum, sem
lýst var í Hofsstaðalandi, og tefjum ekki fyrr en á móts við
Garðsenda, beint niður frá bænum, sem fyrr getur. Hér er
gott að veiða úr eynni, ekki síður en úr landi, en talsverð hætta
á festum í grófu grjóti. Hér er smásilungurinn algengari en sá
væni.
Nú látum við ekki glepjast aftanganum, sem gengurfram
í ána hér neðan við, tefjum ekki heldur í smávikunum þar sem
e.t.v mætti þó grípa upp stöku bröndu og nemum ekki staðar
fyrr en niðri á Ferjustað. Hér er góður veiðistaður, einnig úr
eynni og best að kasta niður af horninu á hólmanum. Eins er
ágætur veiðistaður neðan við hólmann, nokkuð langur.
Á Ferjustað er mjódd í eyna, breiddin verður hér ekki nema
tæpir tíu metrar. Þar fyrir neðan breikkar eyjan mjög mikið.
Enn sniðgöngum við nokkur goggavik og skundum ofan
að Gálufit, en hún er, sem fyrr segir, andspænis Höfðanum.
Þar er góður veiðistaður, einkum þegar kastað er niður að
horninu á skerinu og einnig fyrir neðan skerið. Neðan og
norðan við skerið eru þrjú vik, sem sjaldnast bjóða upp á
teljandi veiði, og ekki ástæða til að drepa við fæti fyrr en við
Skriðuflóann.
Skriðuflóinn er ekki síðri til veiða úr eynni en frá landi.
11 '08
51