Veiðimaðurinn - 01.11.2008, Page 44
BESTA
SILUNGSVEIÐIÁ
í HEIMI
Eftir Stefán Jónsson
Myndir: Guðmundur Atli og úr safni SVFR.
ífarangrinum
I. HLUTI
Útbúnaður skiptir býsna miklu við urriðaveiðina í Laxá ekki
síður en annars staðar. Gott er að hafa tvær flugustangir,
aðra til hversdagsnota, hina lengri að grípa til þar sem
þröngt er um bakkastið og þarf að veltikasta. Einkum gildir
þetta á efra svæðinu. Auk flotlínunnar er gott að hafa sökk-
línu, nokkuð hraða eða flotlínu með hraðsökkvandi enda. Á
svæðinu næst Mývatni eru hornsíli verulegur þáttur í nær-
ingu urriðanna. Þar eru stórar straumflugur sérlega skæðar,
ekki síst Mickey Finn og svo Hólmfríður og Þingeyingur. Þær
tvær síðarnefndu eru hnýttar á árbakkanum. Þessar flugur
gefa einnig veiði ofan í Laxárdal. Uppistaðan í æti silung-
anna er þó hvarvetna mývargurinn á púpu-, lirfu- og flugu-
stigi og dökkar laxaflugur frá númer 10 og upp í númer 6
býsna gott agn. Við sérstakar aðstæður eru litlar, dökkar
silungaflugur skæðastar svo sem Teal and Black, Connamara
Black og Black and Peacock Spider. Peter Scott hefur sannar-
lega skilað sínu þarna efra, hvað í ósköpunum svo sem urr-
iðinn heldur að hann sé að taka í þeirri flugu, og dæmi eru
um að jólatrésskrautið hún Iða hans Kristjáns Gíslasonar hafi
gefið mokafla.
Við ber að urriðinn sinni aðeinsflugu og púpu íyfirborðinu.
Þá eru svartar þurrflugur og púpur í líki bitvargslirfunnar
býsna arðgæfar og skemmtilegar.
Reynslan hefur kennt okkur að nota mjög sterka flugu-
tauma. Laxárurriðinn tekur fluguna yfirleitt miklu snarpar en
lax og er sterkari í tökunni. Þegar flugustærðin leyfir er ráðlegt
að nota ekki grennri taum en 0.30 mm. Þegar fiskað er með
litlu flugunum þarf að vísu að grenna tauminn að miklum
mun og þá skiptir það sköpum að halda línunni af mýkt og
næmi milli gómanna svo að fiskurinn fái sem minnst viðnám
í tökunni og stilla sig af alvöru um að bregða hið allra minnsta
við honum.
Síðast, en ekki síst, þá er vargskýlan nauðsynjabúnaður við
veiðarnar, brynja gegn bitvarginum, sjálfri forsendu lífsins í
ánni, sem gjarnan er hvað ónotalegastur á þeim dögum
þegar fiskurinn er hvað líflegastur í ánni.
44
IIV 8