Veiðimaðurinn - 01.11.2008, Blaðsíða 56

Veiðimaðurinn - 01.11.2008, Blaðsíða 56
VEIÐISTAÐALÝSING Hólkotsflói. Veiddur báðum megin frá Brettingsstöðum og Hamarsveiðum. Gjöfull staður en alls ekki allra. Myndin er tekin af göngubrúnni fyrir neðan. son, sem var fyrri maður móður Hákonar Jónssonar heimildar- manns höfundar. Rétt norðan og neðan göngubrúarinnar er Flathólmi og dálítill veiðistaður norðan við hann. Norðan túngirðingar Brettingsstaða og neðan bæjar er Hesthúsflói - hét áður Ferjuflói og klettur nyrst við flóann, sem Ferjubjarg nefnist. Þar var venjulega byrjað að kasta og þýddi lítið að reyna sunnar. Hér veiddist stundum dável, en þó var Hesthúsflói yfirleitt talinn miklu veiðisælli frá Hamarslandi. Næsti veiðistaður, kippkorn norðar, heitir Strákaflói. Allra syðst er þar góður veiðistaður út að hraungirðingu, sem Aðhald nefnist. Sjálfur Strákaflói er ógóður veiðistaður. Þrjú brot eru um miðjan flóann og var stundum veitt norðan þeirra, en til þess þarf að vaða á grýttum botni í misdýpi og talið hættulegt. Ysta brotið heitir Strákavað og þótti vont vað. Hin brotin heita eftir þeim sem drukknuðu í Brúarfossinum 1901, því þar fundust þeir. Við Hrappsstaðaey er allgóður veiðistaður og bestur í lygnunni suðurafeynni. Fleiri eru veiðistaðir ekki í Brettingsstaðalandi og víkjum nú för okkar aftur upp að göngubrúnni við Brúarfoss og þaðan ÍHamarsland. Hamar Fyrsti veiðistaður í Hamarslandi og ágætur er Hólkotsflói, sem er ekki síðri veiðistaður Hamarsmegin en Brettingsstaðamegin. Hér byrjum við ofarlega í strengjunum og þarf nú ekki að teygja sig jafn ítarlega með köstin og frá vesturbakkanum. Við byrjum rétt neðan girðingarinnar og látum ekki straumkastið glepja okkur - fiskurinn er hér þótt áin sé ströng. Einnig hér gildir hið sama, að fiskurinn er smærri í neðanverðum flóan- um. Þá komum við í Ferjuflóann (hét áður Hesthússflói). Sem fyrr segir er flói þessi fengsælli frá Hamarslandinu. Nyrst við flóann er klettur, sem Ferjubjarg nefnist. Af honum var kallað eftir ferjunni, og við hann er byrjað að kasta. Veiðistaður er við hólmann neðanundan Hamarsbænum, og þá jafnt ofanvert sem neðanvert, og silung getur raunar að finna um allan flóann. Næst komum við að Strákaflóa neðan við þrengslin. Hon- um hefur verið lýst úr Brettingsstaðalandi. Sem fyrr segir er hann viðsjáll að vaða og hættulegur meðal annars vegna mis- dýpis. Fisk mun að finna um allan þennan flóa, allt norður að Hrappstaðaey, en Hákon gefur honum slaka einkunn og kallar vesælan veiðistað. Við Hrappstaðaey er ágætur veiðistaður í kvíslinni með austurlandinu og má kasta úr landi. Vætt er í eyna, en þó tæp- lega bússutækt. Þegar þangað er komið má veiða allt um- hverfis eyna og þar má heita einhver besti veiðistaður í Hamarslandi. í Hrappstaðavík er veiðistaður dágóður. Þá er að geta síðasta og nyrsta veiðistaðar í Hamarslandi, norðan Varastaðarhóma, sem talinn er góður. Ljótsstaðaveiðar Nú höfum við hugað að tveimur silungsveiðisvæðum Laxár, sem auðveldara er að sækja frá Mývatnssveit. Héðan í frá ætlum við veiðimönnum sókn frá veiðihúsinu góða austan og ofar brúarinnar í Laxárdal, og byrjum þó syðst og efst að vestanverðu í landi Ljótsstaða, sem eru nú í eyði en þangað er bílfært heim í hlað. Leiðsögunnar vegna göngum við fyrst í suður, um Ljótsstaðaskóg, að landamerkjum Brettingsstaða, sem eru við Flathelli. Þaðan liggur götuslóði ofan að árbakka- num þar sem heitir Æsufit, en hún nær norður á móts við Hamar. Af Æsufit má veiða á þremur stöðum í vikum og við brot, en hvarvetna er þar óvætt. Beint á móti Hamri eru tveir dágóðir veiðistaðir af Æsufit. Frá Æsufit finnum við ekki góðan veiðistað fyrr en við Varastaðahólma, en sunnanundir honum er gott að veiða. Norðvestur af hólmanum er líka dágóður veiðistaður og má einnig kasta á hann úr landi. Sé vaðið í hólmann má einnig veiða norður af honum þar sem álarnir sameinast. Vætt er í hólmann að suðvestan, en botninn er grýttur, og ef mikið er í ánni getur orðið þangað torleiði. Ekki vísar Hákon Jónsson 11 '08
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.