Veiðimaðurinn - 01.11.2008, Blaðsíða 23
^ VIÐ VÆSI N N
WILLIE GUNN
TEXTI: BJARNl BRYNJÓLFSSON • MYNDIR: PÁLL KJARTANSSON
Ef Frances er veiðifluga fslands mætti kalla Willie Gunn
veiðiflugu Bretlandseyja. Frægð hennar hefur borist
víða með breskum veiðimönnum og má sjá hana í
veiðibókum um allan heim, m.a. á Kólaskaga þar sem hún er
með veiðnari flugum.
Viðar Egilsson hefur hnýtt nokkrar útfærslur af Willie Gunn
sérstaklega fyrir Veiðimanninn. Flér á eftir fer hins vegar sagan
af uppruna þessarar skæðu flugu.
Af einhverjum ástæðum er Willie Gunn lítið notuð hér á
landi þrátt fyrir að hún sé gríðarsterkt agn. Kannski vegna
þess að Garry Dog og Munro Killer líkjast henni en báðar þær
flugur eru vinsælar meðal íslenskra veiðimanna.
Flugan er nefnd eftir manninum sem fyrstur veiddi á hana
oggerði hanafræga.
Willie Gunn fæddist í þorpinu Skerray á norðurströnd Skot-
iands. Faðir hans var sjómaður og kotbóndi í þorpinu. Willie
hófstörfhjá skógræktinni í Borgie-skógi árið 1929. Hann reyn-
di einnig fyrir sér sem bóndi en líkaði það illa og var ráðinn
veiðivörður og leiðsögumaður hjá Sutherland-býlinu þar sem
hann ílentist alla ævi.
Wille var veiðimaður af lífi og sál. Flann veiddi fyrsta laxinn
sinn í ánni Mallart, hliðará Naver, sá vó 16 ensk pund. Stærsta
lax veiðiferils síns veiddi hann hins vegar í ánni Brora og vó
hann 28enskpund.
Flugan sem ber nafn hans var upphaflega hönnuð og hnýtt
af hinum fræga fluguhnýtara og orrustuflugmanni Dusty
Miller sem bjó um tíma í Kinloss í Moray-skíri. Flugan var
hárvængseftirlíking af fullklæddri fjaðraflugu, Thunder and
Lightning. Miller hnýtti flugur fyrir Rob Wilson sem rak
veiðibúð í Brora. Á þessum tíma, (í kringum 1940) voru
hárvængsflugur af öllum stærðum og gerðum að ryðja sér til
rúms og félagarnir tveir vildu gjarnan aðlaga þær hinum
hefðbundnu fjaðurvængjum sem höfðu verið notaðar fram
að þessum tíma. Miller hnýtti 25 gerðir af flugum og sendi
þær til Wilsons. Einn daginn kom Willie í búðina til hans í Brora
til að kaupa nokkrar flugur til veiða í samnefndri á. Flann leit á
flugurnar frá Miller og sagði síðan:„Je minn eini, þessi er fín. Ef
ég mætti ráða myndi ég nota hana."
„Jæja," sagði Wilson. „Þú færð hana og við skulum skíra
hanaWillieGunn."
Willie tók fluguna og fór til veiða í Brora og veiddi sex laxa
á hana sama dag. Næsta dag fékk hann fjóra laxa á fluguna.
Fréttir af þessari kraftaverkaflugu breiddust út um Norður-
Skotland eins og eldur í sinu. Fáum árum síðar var Willie Gunn
orðin skæðasta vopnið í boxum laxveiðimanna í norðanverðu
Skotlandi og er það enn því fluguna er að finna í boxum flestra
laxveiðimanna frá Bretlandseyjum nú á dögum.
Sjálfur var Willie kurteis maður og rólyndur. Hann var
sagður einstaklega nákvæmur veiðimaður, góður kastari og
miðlaði mörgum af reynslu sinni.Vinur hans, áðurnefndur Wil-
son, sagði gjarnan sögu af Willie sem sýnir Ijóslega hversu
háttvís hann var.
Wilson hafði fengið að gjöf leyfi í ánni Brora. Þegar hann
kom að ánni tók hann eftir Willie sem sat í rólegheitum á bakk-
anum, stangarlaus að því er virtist. Wilson veiddi hylinn og
gekk síðan til Willie til að heilsa upp á hann. „Fallegur dagur,
Willie."
Willie tók kveðjunni Ijúflega en vakti máls á því í fram-
hjáhlaupi að Wilson væri ekki að veiða á réttum bakka. Flann
hefði átt að veiða á hinum bakkanum en Willie sjálfur átti hyl-
inn þeim megin sem Wilson hafði verið að veiða. í Hálönd-
unum er það glæpur sem verðskuldar ekki vægari refsingu en
hengingu að stelast inn á veiðisvæði annarra.
Wilson var miður sín yfir þessu og spurði Willie hvers vegna
hann hefði ekki stöðvað hann.„Það var ekki við hæfi. Ég vildi
ekki eyðileggja fyrir þér ánægjunasagði Willie. Svo var ekki
minnstá það meir.
En fluguna sem nefnd er í höfuðið á Willie Gunn ættu menn
endilega að reyna því hún virkar jafnvel á íslenskan lax og á
skoskan eða rússneskan.
11 '08
23