Veiðimaðurinn - 01.11.2008, Blaðsíða 30
FLUGUHNÝTING ^
„Þegar maður er að semja
tónverk er ekkertjafn mikil-
vægt og nattúran. Eg skil
ekkifólk sem getur hugsað
sér að spilla náttúrunni. “
það eru ekki til nein lyf við sjúkdómnum," segir hann glettinn
á svip. „Ég heyrði því einhverju sinni fleygt að fjárhættuspil,
veiðifíkn og alkóhólismi væru einn og sami sjúkdómurinn. Ég
get vel trúað því. En veiðifíknin er þá líklega eini sjúkdóm-
urinn í flokknum sem drepur mann ekki og er líklega bara
hollur. Veiði fyrir mér er andlegt ástand, eins konar hugleiðsla.
Þegar ég er að veiðum kemst ég í nokkurs konar algleymisást-
and, hugurinn hreinsast og ég gleymi öllu öðru. Mér finnst
fáránlegt að borga 100,000 kall fyrir þetta ástand þegar ég get
farið eitthvert og borgað 500 kall. Ég vil komast oft í þetta
ástand, ekki bara einu sinni til tvisvar á sumri og þess vegna
veiði ég fyrst og fremst silung og sleppi laxinum."
Björgvin fer út til veiða með sína flugustöng 1. apríl ár hvert
og í raun lýkur ekki veiðitímabilinu hjá honum nema þegar
frost og snjór hamla veiði.„Ég fer og veiði þegar viðrar til þess
á veturna. Ég hef t.d. farið í Hvammsvík til Péturs vinar míns
Gíslasonar. Það getur verið gaman þar í janúar ef vel viðrar.
Þingvellir að vori til eru helgur staður í mínum augum. Ég fer
oft snemma á morgnana. Það er ekki vegna þess að maður
veiði endilega mikið þar heldur til að sjá lífið kvikna og landið
vakna til vorsins."
Á síðari árum hafa margir landsþekktir tónlistarmenn
komið fram sem nokkuð áberandi fluguveiðimenn. Hvað
veldur?
„Takturinn í fluguveiðinni og hljómfall náttúrunnar," svarar
Björgvin hiklaust.„Þegar maður er að semja tónverk er ekkert
jafn mikilvægt og náttúran. Ég skil ekki fólk sem getur hugsað
sér að spilla náttúrunni. Fyrir mér eru veiðimenn, sem ganga
illa um náttúruna og henda t.d. frá sér sígarettustubbum,
subbuleg svín. Eftir að Veiðikortið kom til sögunnar hef ég á
tilfinningunni að umgengnin hafi víða versnað. Það er meira
drasl á vettvangi. Ég skil t.d. ekki þessa makrílveiðilubba sem
úða beituna með einhverju efni. Hvernig dettur mönnum
svoleiðis í hug? Með tilkomu Veiðikortsins, sem er reyndar
frábært framtak, hefur veiðin breyst í almenningsíþrótt. All-
mörgum finnst að fyllirí og sóðaskapur tilheyri veiðitúrum.
Það er af hinu góða að fleiri fari með fjölskylduna í veiði en
það má vel brýna fyrir fólki að ganga vel um náttúruna."
30
/ / '08