Veiðimaðurinn - 01.11.2008, Blaðsíða 27

Veiðimaðurinn - 01.11.2008, Blaðsíða 27
FLUGUHNÝTING C BJÖRGVIN GÍSLASON LJÓSTRAR UPP S(NU SKÆÐASTA LEYNIVOPNI FISKAR HORFA UPP UNDIR PULLUNA TEXTI: BJARNI BRYNJÓLFSSON • MYNDIR: SIGURJÓN RAGNAR FLUGUHNÝTING „Mér dattfyrst í hug að skírafluguna Titanic því hún átti ekki að geta sokkið en gerir það nú samt að lokum ef hún er nógu lengi í vatninu og verður fyrir skakkaföllum af völdum fiska. “ Björgvin Gíslason tónlistarmaður veiðir helst ekki lax. „Ég er silungsveiðimaður. Ef ég slysast til að veiða lax þá sleppi ég honum bara," segir hann og kímir. Eins og margir silungsveiðimenn hnýtir Björgvin allar sínar flugur sjálfur og hefur gert um árabil. Hann á þvíjafnan nokk- ur leynivopn í boxunum. Ein allra skæðasta flugan sem hann hefur búið til ber hið kómíska nafn„Pullan". Þetta er þurrfluga af bestu gerð sem hentar íslenskum að- stæðum einstaklega vel þar sem flotmagn hennar er mikið. „Margir halda að ekki sé hægt að veiða með þurrflugu nema í blankalogni og sólskini. Þetta er alger misskilningur. Fiskurinn þarf líka að éta í roki og rigningu. Ég nota þurrflugur við allar aðstæður og Pullan hentar vel til þess því hún flýtur svo vel. Þetta er samt ekkert sérstaklega endingargóð fluga og þar sem fiskurinn er mjög gráðugur í hana tætist vængurinn oft upp. Hún virkar þó áfram þótt hún fljóti væng- laus í vatnsskorpunni. Hún er það eðlileg að ég hef oft þurft að sækja hana lengst niður í kok á silungum enda virðast þeir líta þannig á að Pullan sé raunveruleg fluga. Þannig eiga góð- ar flugur að vera. Pullan virkar mjög vel á sjóbleikju, sérstak- lega í ósa- og strandveiði. Hún minnir dálítið á þangflugur, þessar svörtu sem eru minni en maðkaflugur. Ég hef líka veitt grimmt á hana uppi í Veiðivötnum. í sumum vötnum þar nota ég ekkert annað." Björgvin kveðst hafa farið að hnýta Pulluna þegar skipt var um parket heima hjá honum. Við það verk var notuð þétt- islanga úr frauðplasti sem Björgvin segist hafa ágirnst sem vængefni í flugur.„Upphaflega efnið var glærara í sér og með rákum sem minntu á æðar í vængjum flugna. Ég er löngu bú- inn með það og nota nú annað efni sem ég fæ í bygging- arvöruverslunum en það virkar alveg jafn vel." Pullan er vissulega dálítið tvírætt nafn og skemmtilegt.Já, já, það átti að vera tvírætt. Mér datt fyrst í hug að skíra fluguna Titanic því hún átti ekki að geta sokkið en gerir það nú samt að lokum ef hún er nógu lengi í vatninu og verður fyrir skakka- föllum af völdum fiska. Vængurinn er úr pulsulaga efni og svo er eitthvað á sænsku sem kallað er„pulle". Mér fannst nafnið Pullan hafa yfir sér skemmtilega tvíræðan hljóm. Ég hef hnýtt dálítið með vini mínum Engilbert Jensen og hann á dálítið í þessari flugu. Leiðbeindi mér með vænglagið og fleira. Hann er reyndar búinn að hanna sína eigin útgáfu úr CDC-anda- fjöðrum og með þynnra vængefni. Hann kallar sína flugu Sprellann. Pullan er sem sagt komin með Sprella. Báðar eru hárugar og virka mjög vel," segir Björgvin glottandi. „Ég hef veitt á þessa flugu í nokkuð mörg ár en aldrei Ijóstr- að upp leyndarmálinu á bak við hana. Eftir síðastliðið sumar get ég ekki þagað yfir henni lengur. Ég veiddi ofboðslega vel á hana í sumar og gaf hana mörgum. Ég er Ármaður og er stoltur af því og hjá mér eru engin leyndarmál þegar ég hitti menn á bakkanum." 11 '08 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.