Veiðimaðurinn - 01.11.2008, Blaðsíða 17

Veiðimaðurinn - 01.11.2008, Blaðsíða 17
ÓLAFSFJARÐARÁ Kristinn tók við skólastjórastöðu í Ólafsfirði árið 1962 og fljótlega upp úr því kynntist hann hópi manna sem hafði neðri hluta árinnar á leigu. Þetta voru 15-20 manns sem skiptu með sér dögunum og Kristinn fékkeinn hlut. Á þessum árum veiddi hann yfirleitt með Þorsteini Jónssyni vélsmið og þeir hættu tiltölulega fljótlega að brúka nokkuð annað en flugur við veið- arnar og fylltu boxin sín af Teal & Black. Fánadagur „Ég fluttist síðan aftur til Akureyrar um 1980 og fljótlega upp úr því tókst góður kunningsskapur með okkur Guðmundi Ármanni vegna starfans og ekki löngu seinna hófust þessar árlegu ferðir okkar í Ólafsfjörðinn," segir Kristinn og horfir niður að ánni, kominn í klofstígvélin og búinn að hnýta Teal & Black á tauminn. „Það fór vel á með okkur," segir hann, „en samt vorum við eins og svart og hvítt, eða kannski öllu heldur rautt og blátt." Eins og rautt og blátt, hugsa ég undrandi og dettur í hug pólitík. Mér sem hefur alltaf fundist þeir vera einsog sitt hvor hliðin á sama peningnum, hæglátir, yfirvegaðir og íhugulir listmálarar. Ég ákveð að geyma mér það að spyrja nánar út í þetta og spyr þess í stað, ósköp kurteislega: „Ferðu oft að veiða, Kristinn?" „Ekki nú orðið. Hin síðari ár veiði ég aðeins þennan eina dag á sumri, þegar við Guðmundur förum saman í Ólafsfjarð- ará. Og það er stórhátíðardagur," segir Kristinn með áherslu- þunga í röddinni, bætir síðan við hálfhvíslandi:„Það liggur við að það sé fánadagur. Og þá passa ég mig alltaf á því að vera með slaufu sem hæfir tilefninu. Það er næstum því jafn mik- ilvægt og vera með réttu fluguna á taumnum. En nú skulum við veiða," segir hann og gengur sporléttur til vinar síns sem veiðir Þjófvaðshylinn og reynir að ráða í það hvernig fiskurinn snýr í vatninu eða hvort þetta vatn hafi yfirleitt nokkurn fisk að geyma. Tólf voltin Ég fæ mér sæti, skorða mig vel af á milli mjúkra þúfnakolla og dreg upp skrifblokkina mína. Mig langar að draga upp litla mynd af körlunum tveimur við Þjófvatnshyl en hálfroðna við tilhugsunina, því auðvitað yrðu allar mínar skissur að kjánalegu kroti í félagsskap þessara manna. Þess í stað nota ég blokkina til þess sem hún var ætluð, nefnilega að glósa niður nokkur stikkorð á borð við „fánadagur,, og „Teal & Black,,. Eftir stundarkorn kemur Guðmundur Ármann vaggandi til mín og brosir út að eyrum. „Er þetta ekki yndislegt?" spyr hann án þess að vænta svars og lætur stöngina sína detta niður við hliðina á mér. Hann tekur derhúfunaafsérog strýkursvitannafenninu. Sólin er komin hátt á loft og hitastigið eflaust um 16 gráður. Ég lyfti stönginni ofurlítið og skoða agnið; lítil svört fluga með grábekkjóttri andarfjöðurívængnum. Notar þú líka Teal & Black? Guðmundur, sem hefur nú sótt kaffibrúsann sinn í bílinn, fær sér sopa og segir síðan að hún hafi stundum gefið vel. „Stundum?"spyr ég hissa. „Já, Kristinn notar hana alltaf og stundum hef ég verið að ota að honum púpunum mínum en oft veiðum við báðir lang- best á Teal & Black. Hún hefur gefið góða raun þegar allt ann- að bregst. Viltu kleinu?" „Nei, takk," segi ég og spyr hvort Teal & Black sé þá kannski líka uppáhaldsflugan hans í Ólafsfjarðará. Guðmundur segir svo ekki vera og sýnir mér flugu sem hann hnýtir í nokkrum útgáfum, kallar Tólf volt, og hefur gjarnan veitt best á í Ólafs- fjarðará. „Ég byrjaði með þessa áðan en fékk ekki högg. Og þá eins og svo oft áður kom Kristinn til mín og ba'uð mérTeal & Black. Hvað gat ég gert? Það hefði náttúrlega verið dónaskapur af mér að þiggja ekki slíkt kostaboð, enda aldrei fullreynt nema maður hafi sett hana undir. En það er enginn fiskur hérna," segir hann glettinn og fær sér bita af kleinunni sinni.Jólf volt- in eru samt ansans ári góð." „Jæja," segi ég og halla mér aftur í grasið. Vatn í munni Það er komið hlé, klukkan farin að ganga tvö og þeir fisklausir eftir vaktina. Og nú loksins á ég von á að það fari heldur betur að draga til tíðinda. Félagarnir hafa oftar en einu sinni sagt mér að einn há- punktur ferðarinnar árlegu í Ólafsfjarðará, stórhátíðardagsins, sé þegar þeir fara í hléinu heim til heiðurshjónanna Sigrúnar og Jóns niðri í kaupstaðnum. Þar sé þá í boði ungversk gúll- assúpa og uppábúin rúm eftir matinn. Núna sýna þeir hins vegar ekki á sér neitt fararsnið. Þeir sækja nestisboxin sín, leggjast í grasið, svipta sig klæðum og stynja afvellíðan. „Hvenær förum við til Sigrúnar og Jóns?" spyr ég eins og álfur. „Þau eru ekki heima," svarar Kristinn. „En mikil lifandi skelfing er gúllassúpan þeirra góð," bætir Guðmundur við. „Hreinasta afbragð," hvíslar Kristinn og ég fæ vatn í munn- inn. 11'08 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.