Veiðimaðurinn - 01.11.2008, Blaðsíða 60

Veiðimaðurinn - 01.11.2008, Blaðsíða 60
Séð yfir Halldórsstaðaveiðar frá hlaði bæjarins. með öllu landinu norður fyrir Arnarbæli, en svo nefnist allhár klettur sem gnæfir frammi við ána og mjór bakki fyrir framan. Sunnan við Arnarbæli er nokkuð góður veiðistaður. Spölkorn þar neðan við endar Árgilsstaðaflói á flúðum og þar norðar fellur áin grunn allt að Presthólma. í Presthólmakvíslinni er veiði í svifi uppi við landið og eins frammi undir hólmanum. Einnig má veiða af sunnanverðum hólmanum. Norðan hólm- ans er sveigja á ánni við vesturbakkann, fremur grunn, en þó er þareinnig veiðivon. Þá komum við að Bæjarpolli, sunnanvert við suðurend- ann á Laugaeyjum og veiðum nú úr landi. Ekki lætur pollur þessi rmikið yfir sér en hér dregur úr straumi og myndast lygna við landið, sandur við bakka á parti en dýpkar svo norður að flúðum. Hér er nokkuð þröngt um þakkastið, en Bæjarpoll- urinn er eigi að síður skemmtilegur og á það til að gerast þýsna líflegur. Norðan við ofangreindan poll fer áin að falla heldur bratt, en spölkorn neðar finnum við þó litla lygnu í Syðra-Laugar- hvammi og er auðséð af veginum. Þetta er minniháttar veiðistaður. Sama gildir um lygnuna í Ytra-Laugarhvammi sunnan gömlu mæðiveikigirðingarinnar. Þarersíðasti urriða- veiðistaður Laxár vestan árinnar. Hólar Enn bíður okkar gangan frá landamerkjum Hamars á austur- bakkanum og að endamörkum ofan virkjunar og byrjum þá við landmerki Hóla sem eru um Hellnagil. Þaðan í frá og norður á móts við Ljótsstaði, eru mörg vik með svifi við bakka, veiðistaður við veiðistað ofan með öllum bökkum. Á móti Ljótsstöðum tekur við Húsabakki og nær út á móts við Beygjuna að vestan. Þar er kjarr í hrauninu og viðbúið talsvert flugnatap. Frá Beygjunni og norður að Ferjuflóa heitir Hjallsendabakki, og við hann nokkrir veiðistaðir. Þá erum við sem sagt komin í Ferjuflóann austanmegin. Þar má heita samfelldur veiðistaður allt að Hádegisvaði. Austur af Auðnahólmanum er smápollur sem veiða má í frá landi. Sunnan við Nestá er góður veiðistaður þar sem straumurinn fellur að landinu. Svo fellur áin í flúð um Nestána og þar er veiðistaður og [ smápollum þaðan í frá norður að girðingu má veiða, þótt ekki geti talist meiriháttar veiðistaðir. Norðan girðingarinnar heitir Auðnabakki og við hann nokkrir veiðistaðir, en þá taka við Syðri- og Ytri-Hamarbakkar. Auðnabakka og Hamarbökkum skiptir klöpp framan í hólunum, og heitir Andaklöpp. Við bakkana og í Pollhvammi 60 " os
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.