Veiðimaðurinn - 01.11.2008, Side 6

Veiðimaðurinn - 01.11.2008, Side 6
FRÁ RITSTJÓRA AF MISTÖKUM r Isumar sem leið fórum við í okkar vanalegu veiðiferð í Hrútafjarðará. Þetta er fjölskylduferð eins og þær gerast bestar, börnin með, afi og stundum amma, bræður konunnar minnar og þeirra fólk. Ég veiði á móti eigin- konunni sem ersvoforfallin laxveiðikonaað hún gefurekki tommu eftirvarð- andi skiptingar og tímamörk. Nú var barnung dóttir okkar með í för sem þýddi að við urðum að skipta liði og veiða þrjá tíma í senn á hverri vakt. Þetta er ágætt fyrirkomulag. Ekkert gauf á bakkanum heldur veitt út í eitt þann tíma sem maður á. Ferðin hafði gengið vel. Við konan vorum komin með átta laxa. Ég hafði m.a. lent í bullandi töku í Ármótahyl og setti þá í átta laxa í beit og náði þremur á 45 mínútum. Allt á Rauða Frances númer 14 hnýtta á gullkrók.Takan svolítið grönn en allt sjóðvitlaust í strengnum. Við vorum heppin. Þegar við komum hafði rignt nokkuð drjúgt og áin þjáðist því ekki af vatnsleysi. Svo sjatnaði vatnið þessa tvo daga sem við skemmtum okkur í Hrútu. Konan setti stærðarmet í Réttarstreng, sem er fallegur strengur fyrir neðan Réttarfoss, setti í og landaði 86 sentímetra löng- um hæng sem tók örsmáa Blue Charm í langhalaútfærslu. Síðasta morguninn átti ég efsta svæðið í þrjá tíma. Ég byrjaði auðvitað efst og veiddi Réttarstreng. Þar varð ég ekki var. í Pyttinum fékk ég hins vegar fisk sem var svo brjálaður að ég missti hann nærri því niður hávaðann sem þarna eren þá hefði hann líklega farið af. Mértókst með herkjum að landa honum. Ég ákvað að veiða Stokkinn austan megin frá. Ef aðstæður eru hagstæðar og fiskur í göngu getur maður lent í miklum ævintýrum þar á morgnana og landað nokkrum fiskum í beit austan megin frá. Það er hins vegar erfiðara um vik af berginu sem er meðfram öllum veiðistaðnum því ef maður setur í fisk þar verður maður að hlaupa með hann niður fyrir og landa honum á lítilli sandeyri sem er neðst við klettariðið. Þá er hættan sú að hinir fiskarnir í hylnum sjái veiðimanninn og þá verður að hvíla hylinn. Ég byrjaði því í Stokknum austan megin frá. Fljótlega komst ég að því að þetta var alröng aðferð, a.m.k. þennan morgun. Sólin var komin það hátt á loft að skugginn af mér féll langt út í ána. Ég varð ekki var í efri hlutanum en sá fiska stökkva neðar. Ég kastaði á þá um stund en fékk ekki töku. Ansans vandræði. Ég ákvað því að klofa upp hlíðina, skyggna hylinn í leiðinni og vaða yfir á brotinu fyrir neðan og veiða Stokkinn frekar vestan megin frá og af berginu. Þegar ég kem fram á brúnina og skyggni Stokkbrotið sé ég sjö fiska liggja á hefðbundnum stað við stóran stein sem er þarna við austurbakkann. Nei, ekki bara sjö fiska því þétt upp við steininn liggur gríðarvænn fiskur, sannkall- aður höfðingi. Hjartað í mér tók kipp. Þetta voru allt nýgengnir fiskar. Þeir liggja ekki þarna nema þeir séu nýkomnir. Ég hraðaði för minni yfir um sem mest ég mátti en fór að öllu eins varlega og kostur var. Hrútan geymir svo stóra laxa að þeir stærstu eru eins og trjádrumbar í vatninu. Þá hafði ég séð í fýrri veiðiferðum, einmitt í Stokknum. Ég hafði hins vegar ekki fengið stærri lax en sextán pund í ánni. Ég ákvað að byrja með smáflugu til að fæla ekki þann stóra sem ég ætlaði að ná. Aðstæður voru viðkvæmar, minnkandi vatn og sólin hátt uppi á glaðheiðum himni. Ég hugsaði sem svo að ef hann tæki fluguna í fyrstu köst- unum yrði þetta ein skemmtilegasta barátta sem ég hefði átt við laxfisk. Ef ég byrjaði með of stórri flugu væru miklar líkur að hann myndi fælast og leiða Ritstjórinn rennir fyrir lax neðan Æðarfossa sl. sumar. alla hjörðina upp í dýpið fyrir ofan. Og þá yrði leikurinn erfiðari. Ég setti því undir Silver Wilkinson, flugu með löngum hala, hnýtta á silfurþríkrók númer 14, og strippaði hratt. Hann kom sjóðandi illur á eftir henni, breitt bakið nánast alveg upp úr og negldi hana í fyrsta kasti. Svo rauk hann á ógnarhraða upp í dýpið fyrir ofan mig. Línan var í bug lengst fyrir neðan hann. Svo hreinsaði hann sig upp úr vatninu og spýtti flugunni út úr sér. Hann var farinn eftir viðureign sem hafði staðið eitt augnablik. Þessu hafði ég ekki átt von á þótt að því væri stefnt. Ég hafði búist við því að fiskurinn tæki sprettinn niður ána. Eins og stórfiska er siður hafði hann gert einmitt þveröfugt. Ég stóð eftir skjálf- andi á beinunum. Þetta var ótrúlegt. Af hverju byrjaði ég ekki með aðeins stærri flugu sem hefði hugsanlega geta haldið þessum fiski. Ég hristi höfuðið yfir vitleysisgangi- num í mér og minntist orða lærimeistarans Péturs Péturs- sonar sem fussaði og sveiaði yfir minni krókum en númer tíu til notkunar í Laxá í Aðaldal og spurði einfaldlega: "Strákar. Ætlið þið virkilega að missa hvern einasta fisk sem þið setjið í?" Þar sem stórlaxinn hafði rokið strax upp af brotinu hlutu hinir að vera enn á sínum stað. Ég færði upp á taumnum eftir átökin og kastaði aftur. Það ólgaði undir flugunni en hann tók ekki. Ég kastaði aftur. Allt fór á sömu leið. Fiskur velti sér án þess að taka. Þrátt fyrirfyrri mistökákvað ég að minnka agnið. Setti undir Silver Wilkinson örtúpu og þríkrók númer 16. Og nú tók hann með hvelli og rauk sömu leið og sá stóri. í þetta sinn var ég hins vegar viðbúinn og hélt stönginni vel uppi svo átakið á línuna varð minna. Þessum fiski landaði ég. Þetta var grálúsug fimm punda hrygna.Til að gera langa sögu stutta setti ég í alla fiskana átta við stóra steininn en landaði aðeins tveimur. Hinir sex eltu þann stóra upp í skútana í Stokknum eftir sprellfjör- ugar viðureignir. Gaman var það hins vegar. Maður man alltaf best eftir löxunum sem leika á mann. Góða skemmtun! Bjarni Brynjólfsson. Utgefandi Heimur hf. (www.heimur.is) í samvinnu við Stangaveiðifélag Reykjavíkur (www.svfr.is) Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Bjarni Brynjólfsson Netfang: bjarni@heimur.is Ritstjórnarfulltrúi SVFR: Þorsteinn Ólafs Hönnun og umbrot: Heimur hf. Netfang: sjonni@heimur.is Auglýsingastjóri: Svanfríður Oddgeirsdóttir Netfang: svanfridur@heimur.is Beinn sími: 512-7533 Prófarkalestur: Gylfi Pálsson Netfang: gylfi@centrum.is Prentvinnsla: Prentsmiðian Oddi. Revkiavík NOVEMBER 2008 I Nr. 187 FLJÓTT FLÝGUR FISKISAGAN Skrifið bréf til Veiðimannsins og sendið okkur fróðlegar veiðisögur og myndir. Netfang ritstjórans er: FORSÍÐUMYND bjarni@heimur.is Myndina tók Valgarð Ragnarsson á urriðasvæðinu i Laxá í S-Þingeyjarsýslu. UÓSMYND: SIGURJÓN RAGNAR

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.