Veiðimaðurinn - 01.11.2008, Blaðsíða 12

Veiðimaðurinn - 01.11.2008, Blaðsíða 12
SVFR-FRÉTTIR UTHLUTUN VEIÐILEYFA í LAXÁ í MÝVATNSSVEIT OG LAXÁRDAL Stangaveiðifélag Reykjavíkur opnar fyrir umsóknir á hin vinsælu urriðasvæði í Laxá í Mývatnssveit og Laxárdal. Umsóknarfrest- ur er til föstudagsins 10. desember 2008. Um er að ræða tvö veiðisvæði, efra svæði sem í daglegu tali nefnist Laxá í Mývatnssveit og neðra svæði sem gengur undir nafninu Laxá í Laxárdal. Efra svæði - Laxá í Mývatnssveit Efra svæðið nær yfir þann hluta árinnar er tilheyrir Mývatns- sveit og efsta hluta Laxárdals. Á svæðið eru seldar 14 dag- stangir. Þar eru reyndar 9 svæði en tvö þeirra eru jafnan hvíld dag hvern þannig að ekki er veitt á fleiri stangir en 14 samtímis. Veiðimenn gista í veiðihúsinu Hofi þar sem þeir greiða fyrir uppbúin rúm og fullt fæði á staðnum. Daggjald hafði ekki verið ákveðið þegar Veiðimaðurinn fór í prentun en því verður stillt í hóf. Neðra svæði - Laxá í Laxárdal Neðra svæðið er í Laxárdal. Það nær yfir meiri hluta Laxárdals eða frá veiðimörkum neðst á veiðisvæði Laxár í Mývatnssveit og niður undir Laxárvirkjun. Á svæðið eru seldar 10 dag- stangir en þar eru þó 7 svæði með alls 14 stöngum. Þar sem tvö svæði eru ávallt hvíld dag hvern er ekki veitt á fleiri stangir en lOsamtímis. Veiðimenn gista í veiðihúsinu að Rauðhólum þar sem þeir greiða fyrir upp(á)búin rúm og fullt fæði á staðnum. Daggjald hafði ekki verið ákveðið þegarVeiðimaðurinn fór í prentun en því verður stillt í hóf. Verðskrá Meðfylgjandi verðskrá gildir fyrir bæði svæðin. Verðið er félagsverð. Verð veiðileyfa til utanfélagsmanna er að venju 20% hærra en til félagsmanna. Félagsverð á stöng á dag 1/6-13/6 26.900 13/6-22/6 26.900 22/6-1/7 26.900 1/7-10/7 28.900 10/7-1/8 28.900 1/8-16/8 23.600 16/8-31/8 21.800 Fyrirkomulag umsóknar Bæði félagsmenn SVFR og utanfélagsmenn hafa möguleika á að sækja um leyfi. Þá hafa fastir viðskiptavinir svæðanna undanfarin ár ákveðinn forgang að sínu holli. Rétt er að benda á að eitt nafn þarf að skrá fyrir hverja stöng sem sótt er um í hópumsóknum. Sérstök umsóknareyðublöð gilda þar sem aðilar geta sótt um svæðin á sama hátt og önnur svæði, þ.e. með A, B, C.... forgangi í umsóknum. Umsóknir hafa ekki áhrif á almennar umsóknir félagsmanna um önnur svæði samkvæmt söluskrá. Hver umsókn er um eina stöng. Reglur félagsins um hópumsóknir gilda bæði fyrir félags- mennog utanfélagsmenn. Þeir sem hafa verið fastir viðskiptavinir á svæðinu njóta for- gangs í samræmi við samkomulag við Veiðifélag Laxár og Krákár þar um. Ekki er hægt að lofa meiru en einu holli á hóp. Við niðurröðun verður fyrst raðað niður þeim umsækjend- um sem hafa verið í föstum viðskiptum á svæðinu undanfarin 5 ár eða lengur. Umsóknir félagsmanna, sem ekki hafa veiðireynslu á svæðinu, eru teknar fyrir næst í samræmi við vægi umsókna skv. úthlutunarreglum félagsins. Umsóknir utanfélagsmanna sem ekki hafa veiðireynslu koma til úthlut- unar þegar úthlutun til félagsmanna er lokið. Framsal veiðileyfa er með öllu óheimilt nema með sam- þykki skrifstofu SVFR. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu SVFR í síma 5686050 og á vef félagsins www.svfr.is. 12 11 '08
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.