Veiðimaðurinn - 01.11.2008, Blaðsíða 31

Veiðimaðurinn - 01.11.2008, Blaðsíða 31
SVFR SVFR-FRÉTTIR Ný veiðisvæði Laxá í Mývatnssveit og Laxá í Laxárdal í byrjun nóvember var gengið frá samningi um að Stangaveiðifélag Reykjavíkur taki á leigu urriðasvæðin ofan Laxárvirkjunar næstu fimm árin. Um er að ræða veiðisvæðin í Laxárdal og Mývatnssveit, samtals 24 dagsstangir. SVFR leigir einnig veiðihúsin að Rauðhólum og Hofi og sér um rekstur þeirra. Veiðisvæðin sem um ræðir eru af mörgum talin einhveráhugaverðustu urriðasvæði í Evrópu, þangað sækir fjöldi stangaveiðimanna víðs vegar að. Við undimtun samnings. Frá vinstriJón Benediktsson, GuðmundurStefán Maríasson, Gylfi Gautur Pétursson. Aðalfundur SVFR Aðalfundur SVFR verður haldinn á Grand Hótel Reykja- vík laugardaginn 29. nóvember 2008. Ekki verður kosið milli manna til stjórnar að þessu sinni þar sem aðeins sitjandi stjórnarmenn höfðu skilað inn framboðum sínum. Það er því Ijóst að Guðmundur Stefán Maríasson er sjálfkjörinn í sæti formanns næsta árið, en að auki sitja áfram næstu tvö ár þeir Gylfi Gautur Pétursson, Marínó Marínósson og Þorsteinn Ólafs. Engar tillögur um lagabreytingar bárust innan til- skilinstíma. Venju samkvæmt verður farið yfir starfsemi félagsins á árinu sem nú er að líða. Félagsmenn eru hvattir til að mæta. Söluskrá - seinkun útgáfu Söluskrá SVFR sem hefur komið út í nóvembermánuði kemur ekki út fyrr en í desember þetta árið. Seinkunin mun þó ekki hafa áhrif á úthlutun veiðileyfa sem eftir sem áður verður í byrjun janúar næstkomandi. Ástæður fyrir seinkuninni er óvissa um efnahag landsins og þar með óvissa í verðlagsmálum. Forsvarsmenn félagsins vilja stíga sem fastast á verðhækkunarbremsuna en verðtrygging í samning- um við veiðiréttareigendur setur strik í reikninginn. Verðbólga fer vaxandi og er óvissuþáttur og því hefur útgáfu Söluskrár 2009 verið frestað meðan forsvars- menn félagsins ræða stöðuna sem komin er upp við veiðiréttareigendur. 11 '08 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.