Veiðimaðurinn - 01.11.2008, Page 61
VEIÐISTAÐALÝSING
eru fengsælir staðir og má raunar heita samfellt veiðisvæði
norður að Víði. Hér má hvort heldur vill veiða frá bakka eða
vaða, og fer hér sem víðar að síðarnefnda aðferðin hentar
betur þeim sem kunnugir eru. Hólminn Víðir er í eigu Þverár,
en veiðisvæðið sunnan hans nefnist Djúpidráttur og er eitt
fengsælasta veiðipláss árinnar beggja vegna frá. Hér gefst vel
að vaða talsvert fram að álnum og athyglisvert er hversu
margir góðir veiðimenn nota býsna sökkhraða línu í Djúpa-
drætti.
Austur á móts við Víði er smávik í bakkann. Þar er veiði og
kastað frá landi alveg norður á móts við norðurenda hólm-
ans.
Þá komum við í Bárnavík, sem er andspænis bænum á
Þverá, og er kröpp vík alveg upp við hraunið en bakkar all-
breiðir sinn til hvorrar handar við víkina. Héðan eru tvö til
þrjúhundruð metrar norður að merkjagarði Hóla og Ár-
hvamms- og Kasthvammslands, sem er óskipt. Þetta má heita
óslitið veiðisvæði alltfrá garðinum, bakkinn allbreiður og gott
að standa að veiðinni, mest veitt af þurru en sums staðar þarf
þó að vaða lítið eitt fram í.
Markhólmi og Nafarhólmi
Markhólmi er undan fyrrnefndum garði og sést á kortinu. í
hólmann eiga menn ekki erindi og er næsta veiðisvæðið
Slæða, sem merkt er á kortinu vestan ár. Veitt er suður af
brotinu. Hér má veiða með þeim hætti að vaða út á brotið
fram á grynningu sem er milli þeirra tveggja polla, sem
veiðistaðurinn myndar, og er sitt hvorum megin við grynning-
una. Líka má veiða í eystri pollinum frá bakkanum með því að
vaða dálítið fram að honum.
Þá komum við að Nafarhólmanum, en vestan við hann er
smápollur og þó nær að kalla það gjótu fast við bakkann. Þar
gefur stundum veiði. Norðan hólmans getur líka veiði í litlum
hyl þar sem bílvaðið var áður yfir ána. Norður með Nafar-
bakka eru smáhyljir með veiðivon og eins norður með Grjót-
bakka sem þá tekur við, frá grjótgarði norður að nefi, sem
gengur fram í ána tvö hundruð metrum neðar. Þá komum við
á Syðribakka en við hann norðanmegin eru góðir veiðistaðir,
og við Forvaða þar norður af eru pollar sem halda silungi. Við
Forvaða gengur hraunið í ána, en þar fyrir norðan kemur all-
breiður bakki að ánni og þar liggur síminn yfir hana. Þaðan í
frá og allt að Geitanefi er samfelldur veiðistaður.
Sé vaðið beina stefnu frá Geitanefi á Kletthólmann má
heita góð veiðivon alla leiðina. Hér eru grynningar en eyrar
upp úr á milli, yfirleitt malarbotn en sandur á pörtum. Hér
erum við að komast á móts við Halldórsstaðahólmann sem
fyrr var lýst. Kastað er í sama álinn og að vestanverðu, hann er
nokkuð djúpur og raunar hyldjúpur þegar kemur norður
undirKletthólmann.
Næsti veiðistaður er svo spölkorn norðan túngirðingar-
innar í Kasthvammi, á móti hólmunum. Þar heitir Strákaáll,
en stundum nefnt Bakkahorn, bakkar sléttir neðan vegar
með svolitlu nefi sunnan veiðistaðar. Þverkasta má af bakka-
num eða vaða út rétt ofan við þetta fyrrgreinda nef. Urriðinn
getur legið hvar sem er í álnum á sextíu metra svæði með
bakkanum. Héðan í frá er nokkur veiðivon allt norður í Sog,
sem lýst var vestanmegin ár. Vaða má fyrir Djúpuvík, þar sem
ekki er veiðivon, og síðan framan við Álftanef og svo áfram allt
þangað sem straum herðir í Sogið og fá hvarvetna silung. Við
Sogið fer það eftir vindátt hvoru megin silungurinn heldur sig,
í stilltu veðri heldur hann sig undir vindgáranum.
Veiði er oftast að fá í vikinu, sem gengur inn í Rauðhólana
strax neðan brúarinnar - þarf að kasta fram í strauminn en
fiskurinn tekur nær bakkanum. í vikinu neðan hólanna er lítil
veiðivon þótt það líti sæmilega út, en kvíslin austanvert við
Rauðhólaey og þaðan allar götur norður í Mangapoll má
heita óslitinn veiðistaður, en víða þarf að vaða fram til þess að
ná til fiskanna. Mangapolli var lýst vestan ár, hann er einnig
auðfundinn að austanverðu. Hér gengur girðing að ánni. Sem
fyrr segir er þetta ekki umfangsmikill staður, aðeins dálítil
lygna þvert yfir ána, og er betri veiðistaður austanmegin frá.
Nú er komið í Árgilsstaðaflóa. Állinn liggur alveg með aust-
urbakkanum, en hraunið gengur fram á bakkann og torveldar
köst. Því bregða ýmsir á það ráð að vaða framan við álinn og
kasta upp að bakkanum og er þá að kalla samfelldur veiði-
staður norður að Merkjanefi, en dálítið vasl að komast í land.
Norðan til á flóanum er veiðistaður, sem auðveldara er að
rækjafrá bakkanum.
Fram af Merkjanefi er hraunhella í botninum og hallar út
frá henni. Þar er góður veiðistaður úr hólmanum að vestan.
Loks er að geta um Laugaeyjar. Kvíslin út í þær er hræ-
grunn og veiðivon vestan á þeim, svo sem á móti Syðri-Lauga-
hvammi, en þar er lygna við eyjarnar. Þaðan í frá fellur áin
brött og jafnstríð og er þá aðeins eftir einn veiðistaður, sem
dveljandi er við, nokkuð fallegur hylur skammt norðan við
mæðiveikigirðinguna.
Hér lýkur leiðsögninni til veiðistaða á urriðasvæðum Laxár.
Hún er þeim ætluð sem allsókunnugir eru við ána, og getur
hvergi nærri komið í stað fylgdar með ánni. Vanur silungs-
veiðimaður, sem kann að fylgja leiðbeiningum og skyggnast
eftir kennileitum ætti þó að eiga nokkra stoð í þessum skrifum
ef hann hefur kortin til hliðsjónar.
11 '08
61