Veiðimaðurinn - 01.11.2008, Blaðsíða 37

Veiðimaðurinn - 01.11.2008, Blaðsíða 37
Landað við ísskörina. Keltarnir tóku ótt og títt suma dagana þótt áin væri fyrir neðan frostmark. Sumir voru ansi vænir. Alltaf hélt maður að nú væri sá stóri á færinu. um. Hann var farinn og engin mynd til af þessum sextán, sautján punda, hnausþykka silfurbolta. „Sprellfjörugur osenka," fullyrti Kola. Við skellihlógum. Átt- um Herhylinn eftir. Nú var ákveðið að taka Herhylinn með trompi. Við gengum niður með ánni og fórum um tröllauknar skriður með mosa- vöxnum björgum sem sum hver voru margar mannhæðir. Laxar sýndu sig af og til á breiðunni. Einstaka stökk. Hér var gaman að vera. Við settum í nokkra kelta og veiðimennirnir á móti fengu líka fiska. En enginn nýr lax var sjáanlegur. Árbotn- inn er mjög stórgrýttur á þessum stað og ég lenti í erfiðum festum enda var veitt eins djúpt og hægt og mögulegt var. Á endanum sleit ég skotlínuna og missti bæði hægsökkvandi línuna og sökkendann auk þess sem skotlínan sjálf var ónýt. Þegar veitt er með þrjátíu og fimm punda Seaguar-taumefni og Ken Sawada-túpukrókum sem bogna hvorki upp né brotna í festum er ómögulegt að slíta tauminn né rétta upp krókinn. „Línan hlýtur að hafa farið utan um stein. Við missum marg- ar línur hérna," sagði Kola. Svo lengi lærir sem lifir og nú voru góð ráð dýr. Ég var ekki með aðra línu. Sem betur fór var Hilmar betur græjaður og gat lánað mér sams konar hjól með línu. Annars hefði ég verið úr leik það sem eftir var dags. Þetta kennir manni að fara ekki út í óbyggðirnar nema með að minnsta kosti tvö varasett af lín- um. Næstsíðasta daginn áttum við neðri hlutann af Kharlovka. Við byrjuðum í Sjávarhyl, neðsta stað. Ég kastaði grænni og silfurlitaðri túpu á fallegan streng neðst í hylnum. Högg. Raf- magnað af skerpu. Allt öðru vísi en hægu keltatökurnar. Þetta var eitthvað annað og stærra. Ég steig tvö skref aftur á bak og kastaði aftur á sama stað. Nú var túpan tekin af krafti en að- eins í augnablik, silfurglampi af stórum sporði og skvetta við enda línunnar og svo var allt laust. Ég stappaði niður fæti og öskraði af taugaæsingi. Þetta var greinilega nýr fiskur, hann stór og farinn. Kannski eina tækifærið í túrnum til að setja í þann stóra. Reyndar urðu þetta einu kynni mín af nýgengnum laxi í ferðinni. Hins vegar lentu veiðifélagarnir sumir hverjir í æv- intýrum. Einn þeirra setti í risalax í Herhyl síðasta daginn, sá synti að lokum undir stóran ísfleka á reki sem kubbaði taum- inn í sundur. Stærsta fiskinn veiddi hins vegar Guðjón Ingi Árnason í efsta veiðanlega stað í Fossinum í Kharlovka, 23 punda nýgengna hrygnu sem hafði strikað upp alla á. Áhöld voru um það hvort hún væri ný eða haustgengin en fiskifræð- ingurinn á staðnum tók af henni hreistursýni og kvað upp úr um það að hún væri ný. Annar Bretinn fékk þrjá nýja fiska en engan tiltakanlega stóran. í raun er það ótrúlegt að lax skuli ganga við þessar aðstæður þegar sjávarhiti er jafnvel fimm gráðum hærri en hitastig árinnar. Það sem gerði þessa veiðiferð einstaka var spenningurinn. Ég man vart eftir því að hafa verið svo spenntur í veiðitúr. í hverju einasta kasti gat maður átt von á nýgengnu ferlíki og stöðugar tökur vænna kelta gerðu ekkert annað en að magna veiðiæsinginn. í það minnsta var maður að veiða fisk þótt hann væri ekki nýr og þegar vatnið tók að hlýna aðeins urðu þeir sprækari. Aðbúnaður var prýðisgóður. Leiðsögumennirnir frábærir og varfærnir í þessum erfiðu aðstæðum þannig að þrátt fyrir allt var ferðin vel heppnuð. Áin var að taka við sér á síðustu dögunum. Næsta holl á eftirfékk 40 nýrunna laxa. Árnar þrjár, Kharlovka, Litza og Rynda enduðu í metsumri þrátt fyrir kalda og erfiða byrjun. 4,014 laxar voru veiddir. Fimm stærstu laxarnir vógu 47 pund, 41 pund, 37 pund og tveir 35 pund. 11 VS 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.