Veiðimaðurinn - 01.11.2008, Qupperneq 25

Veiðimaðurinn - 01.11.2008, Qupperneq 25
HAVELLUR VIÐ SUNDIN BLÁ MYND: RÓBERT SCHMIDT ScdtvmjdLkiú Sendi þetta skeyti til að hvetja ykkur til að líta upp úr ótíðind- um og raunarollum dagblaðanna og beina sjónum ykkar að undrum náttúrunnar. Mig langar að vekja athygli á því að hluti ákveðins fuglastofns telur ísland ákjósanlegt vetursetu- land og skeytir hvorki um fallandi krónu né hækkandi vaxta- stig. Þetta er íshafs-hávellan. Eftir að hávellurnar sem höfðu hér sumardvöl hurfu flestar af landi brott til Vestur-Græn- lands í byrjun októbermánaðar hefur fuglalíf verið dauflegt á Skerjafirði og Sundum. Á sjónum hefur auk máva aðeins ver- ið að sjá æðarfugl og einstaka stokkendur. Skarfar fljúga yfir kvölds og morgna. Af hverju hávellan fer héðan úr frostinu í frerann á Grænlandi er mönnum hulin ráðgáta. Fjöldi varp- fugla hér er sagður vera allt að 3,000 pör eða um 6,000 fuglar. Síðustu dagana í október hefur aftur gefið að líta hávellur beggja vegna Seltjarnarness. Þið þekkið þær frá æðarfugl- inum á því að þær eru minni en hann og yfirleitt fjær landi, eru sífellt að kafa og ganga skvetturnar aftur af þeim þegar þær stinga sér eftir æti sem er aðallega lindýr svo sem kræk- lingur, doppur, burstaormar, marflær og aðrir botnlægir hryggleysingjar. Ef þið leggið vel við hlustir heyrist í þeim „hátt vell": aáú aáú aáúva, a a álik eða úelí úelí úelí. Séu stórir hópar í hljóðmáli rennur þessi söngur saman í ómþýða hljómkviðu. í vetrarbúningi er karlinn með hvítan fald á höfði, hvítur á hálsi og ofanverðri bringu og með þessar líka löngu stélfjaðrir. Kvenfuglinn er módökkur, þó hvít- leitur á höfði og hálsi en með dökkan koll. Nýkomnu há- vellurnar eru vetrargestir hjá okkur, komnar frá íshafs- svæðum Rússlands, Jan Mayen, Svalbarða - og þótt ótrú- legt megi virðast frá Vestur-Grænlandi sem er vetr- ardvalarstaður okkar varpfugla! Fjöldi vetursetursfugla hér við land er talinn vera allt að 100 000. Það er vel þess virði að fylgjast með þessari harðskeyttu andartegund í skammdegisskímunni, ekki síst þegar kemur fram yfir ára- mót og tilhugalífið byrjar fyrir alvöru. Þá reynir steggurinn að ganga í augun á kollunni með því að koma að henni fljúgandi, veifandi spjótlaga stélinu, hlamma sér á sjóinn með tilheyrandi gusugangi og synda gólandi umhverfis hana. Og hvað boðar það? Því er fljótsvarað. Endurfæð- ingu efnahagslífsins, vaxandi verðbréfamarkað eftir kreppudrunga vetrarins og krónan hækkar á gengishimn- inum. Þá tökum við okkur stöng í hönd, göngum vonglöð út að kvísladjúpi viðskiptanna og köstum agninu í hyl tækifæranna. Kveðja, GP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.