Veiðimaðurinn - 01.11.2008, Page 12

Veiðimaðurinn - 01.11.2008, Page 12
SVFR-FRÉTTIR UTHLUTUN VEIÐILEYFA í LAXÁ í MÝVATNSSVEIT OG LAXÁRDAL Stangaveiðifélag Reykjavíkur opnar fyrir umsóknir á hin vinsælu urriðasvæði í Laxá í Mývatnssveit og Laxárdal. Umsóknarfrest- ur er til föstudagsins 10. desember 2008. Um er að ræða tvö veiðisvæði, efra svæði sem í daglegu tali nefnist Laxá í Mývatnssveit og neðra svæði sem gengur undir nafninu Laxá í Laxárdal. Efra svæði - Laxá í Mývatnssveit Efra svæðið nær yfir þann hluta árinnar er tilheyrir Mývatns- sveit og efsta hluta Laxárdals. Á svæðið eru seldar 14 dag- stangir. Þar eru reyndar 9 svæði en tvö þeirra eru jafnan hvíld dag hvern þannig að ekki er veitt á fleiri stangir en 14 samtímis. Veiðimenn gista í veiðihúsinu Hofi þar sem þeir greiða fyrir uppbúin rúm og fullt fæði á staðnum. Daggjald hafði ekki verið ákveðið þegar Veiðimaðurinn fór í prentun en því verður stillt í hóf. Neðra svæði - Laxá í Laxárdal Neðra svæðið er í Laxárdal. Það nær yfir meiri hluta Laxárdals eða frá veiðimörkum neðst á veiðisvæði Laxár í Mývatnssveit og niður undir Laxárvirkjun. Á svæðið eru seldar 10 dag- stangir en þar eru þó 7 svæði með alls 14 stöngum. Þar sem tvö svæði eru ávallt hvíld dag hvern er ekki veitt á fleiri stangir en lOsamtímis. Veiðimenn gista í veiðihúsinu að Rauðhólum þar sem þeir greiða fyrir upp(á)búin rúm og fullt fæði á staðnum. Daggjald hafði ekki verið ákveðið þegarVeiðimaðurinn fór í prentun en því verður stillt í hóf. Verðskrá Meðfylgjandi verðskrá gildir fyrir bæði svæðin. Verðið er félagsverð. Verð veiðileyfa til utanfélagsmanna er að venju 20% hærra en til félagsmanna. Félagsverð á stöng á dag 1/6-13/6 26.900 13/6-22/6 26.900 22/6-1/7 26.900 1/7-10/7 28.900 10/7-1/8 28.900 1/8-16/8 23.600 16/8-31/8 21.800 Fyrirkomulag umsóknar Bæði félagsmenn SVFR og utanfélagsmenn hafa möguleika á að sækja um leyfi. Þá hafa fastir viðskiptavinir svæðanna undanfarin ár ákveðinn forgang að sínu holli. Rétt er að benda á að eitt nafn þarf að skrá fyrir hverja stöng sem sótt er um í hópumsóknum. Sérstök umsóknareyðublöð gilda þar sem aðilar geta sótt um svæðin á sama hátt og önnur svæði, þ.e. með A, B, C.... forgangi í umsóknum. Umsóknir hafa ekki áhrif á almennar umsóknir félagsmanna um önnur svæði samkvæmt söluskrá. Hver umsókn er um eina stöng. Reglur félagsins um hópumsóknir gilda bæði fyrir félags- mennog utanfélagsmenn. Þeir sem hafa verið fastir viðskiptavinir á svæðinu njóta for- gangs í samræmi við samkomulag við Veiðifélag Laxár og Krákár þar um. Ekki er hægt að lofa meiru en einu holli á hóp. Við niðurröðun verður fyrst raðað niður þeim umsækjend- um sem hafa verið í föstum viðskiptum á svæðinu undanfarin 5 ár eða lengur. Umsóknir félagsmanna, sem ekki hafa veiðireynslu á svæðinu, eru teknar fyrir næst í samræmi við vægi umsókna skv. úthlutunarreglum félagsins. Umsóknir utanfélagsmanna sem ekki hafa veiðireynslu koma til úthlut- unar þegar úthlutun til félagsmanna er lokið. Framsal veiðileyfa er með öllu óheimilt nema með sam- þykki skrifstofu SVFR. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu SVFR í síma 5686050 og á vef félagsins www.svfr.is. 12 11 '08

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.