Veiðimaðurinn - 01.11.2008, Side 38

Veiðimaðurinn - 01.11.2008, Side 38
ÚR VEIÐIBÓK DOWDING 1908-1914 ÚR VEIÐIBÓK DOWDING 1908-1914 KAFTEINN DOWDING OGLAXÁ Herbert W. Dowding hét enskur maður sem kom til urriðaveiða í Laxá í Þingeyjarsýslu árin 1908—1914. Dowding var foringi í flota hennar hátignar og var m.a. kafteinn á orrustuskipinu HMS Asia á síðari hluta 19. aldar. Jón Benediktsson frá Auðnum skrifar hér um veiðar Dowdings í Laxá og birtir þýdda kafla úr stórmerkilegri veiðidagbók hans sem er varðveitt á Húsavík. r rin 1893-1938 bjuggu á Halldórsstöðum í Laxárdal Páll Þórarinsson og kona hans, Elisabet Þórarinsson, fædd Grant. Páll hafði hleypt heimdraganum og dval- ið tvisvar nokkurn tíma í Skotlandi og varð það meðal ann- ars til þess að hann kom þaðan með konu sína Elisabet, sem jafnan var nefnd Lizzie eftir að hingað kom. Ensku hafði Páll lært vel í Skotlandi og þar sem hann var talsvert hneigður til kaupskapar nýttist honum enskukunnáttan ágætlega til viðskipta í Englandi. Skömmu eftir aldamótin fóru enskir stangveiðimenn að leggja leið sína að Halldórsstöðum og dvöldu þeir þar við sil- ungsveiðar. Halldórsstaðir voru meðal fárra bæja í sveitum þar sem nægilega vel var hýst til að bjóða útlendingum vist; þar var byggt árið 1893 timburhúsið sem enn ber við loft á bæjar- hólnum. Ekki má gleyma þætti húsmóðurinnar, Lizziear, því auk þess að vera hvers manns hugljúfi kunni hún ágæta vel til matreiðslu og að umgangast gesti, mun raunar hafa verið alin upp við slík störf þar sem faðir hennar var veiðivörður og gest- gjafi. Sá er hélt veiðidagbók þá sem hér eru birtir kaflar úr hét Herbert W. Dowding og veit sá er þetta ritar varla um hann annað en nafnið og að hann mun hafa verið all hátt settur í breska hernum en kominn á eftirlaun. Hann kom árlega til dvalar á Halldórsstöðum árin 1908-1914 ásamt einum til tveim félögum sínum. Að því er best verður séð hefur hann komið hingað fyrst árið 1906. Líklega hefur heimsstyrjöldin fyrri komið í veg fyrir fleiri veiðiferðir hans hingað. Dowding hafði ána á leigu og var Páll umboðsmaður hans. Leigan var samtals 300 kr. til þeirra níu jarða í Laxárdal sem í hlut áttu. Bændur áttu auk þess silunginn sem veiddist og hefur það fyrirkomulag sennilega verið algengt á þessum tíma. Öllum silungum léttari en tvö ensk pund var sleppt, þætti þeim lífvænt og mun það fyrirkomulag hafa verið frá veiði- mönnunum runnið. Veiðibók Dowding var geymd á Halldórsstöðum en er nú varðveitt í Safnahúsinu á Húsavík ásamt ífæru sem Dowding átti og mörgum fleiri munum sem tengjast veiðiskap í Laxá. Hér á eftir fer þýðing á nokkurs konar formála fyrir bókinni, veiðiskýrslum áranna 1908 og 1914 og bréfi frá Dowding til Páls; bréfið hefur allt til þessa dags fylgt bókinni. Skýringum og athugasemdum þýðanda er hér og þar skotið inn með skáletri og innan sviga. Reynt er að láta textann koma les- endum fyrir sjónir sem líkast og hann er í frumritinu. 38 //'08

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.