Arkitektúr og skipulag - 01.04.1988, Side 10

Arkitektúr og skipulag - 01.04.1988, Side 10
Bogaformið úr framhlið gamla hússins er notað sem „tema“ fyrir þakform nýja hluta safnins. Frá torginu fyrir framan aðalinn- ganginn sjást tengslin milli þess gamla og nýja vel. milli gamla og nýja hússins. Stigar og pallar hlykkjast upp rýmið, sem endar í bogadregnu glerþaki. Aðalinngangur safnsins er í tengi- byggingunni. Það hefur skemmtileg áhrif að koma inn í háa bjarta gler- bygginguna og „upplifa" meginhluta hússins. Hæðir og víddir, þungt og létt, gamalt og nýtt. Ég fyllist eftir- væntingu og forvitni. Ég fikra mig upp nokkur stigaþrep og lít í kring- um mig. Málverk blasa við í sýning- arsölum til beggja handa. ( safninu eru fjórir sýningarsalir, tveir í gamla húsinu og tveir í því nýja, einn á hverri hæð. Það er dá- Ktið óvenjulegt, að salirnir skuli tengjast með glerbyggingu, í stað þess að taka hver viö af öðrum. Það gefur þó ákveðna stemmningu og eykur áhrifin að koma alltaf úr björtu miðrýminu inn í dempað andrúmsloft sýningarsalanna, þar sem hægt er aö hverfa á vit draum- anna og vonanna, í einangrun frá skarkala borgarinnar, sem þó er skammt undan. í kjallara hússins er lítill fyrirlestra- salur, þar sem myndbandasýningar fara m.a. fram. Inn af honum er bókasafnið. Þangað er hægt að fara á opnunartíma safnsins og viða að sér vitneskju um íslenska myndlist, auk ýmissa upplýsinga um aörar listir. Á efstu hæðinni í eldri hluta húsins er lítil kaffistofa. Þar saknaði ég sama látleysis og annars staðar í safninu. Eigi að síður er gott að setjast þar niðuryfir kaffibolla, njóta fagurs útsýnis yfir Hallargarðinn og Tjörnina og láta hugann reika. Eins og áður hefur verið minnst á, er húsið í heild sinni mjög látlaust, einföld form og Ijósir litir. Glerbygg- ingin með álprófíla og hvítt marm- 10

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.