Arkitektúr og skipulag - 01.04.1988, Page 27

Arkitektúr og skipulag - 01.04.1988, Page 27
arkitekts Epalhússins, var þaö frem- ur ööru náin og góö samvinna hönnuðar og húsbyggjanda sem mestu réö um hversu vel tókst til með þessa byggingu. Eyjólfur Páls- son, eigandi Epal, er húsgagnaarki- tekt aö mennt og hefur fyrirtæki hans frá upphafi sett góöa hönnun á oddinn, jafnt í innflutningi sínum og þeim framleiösluvörum íslensk- um sem fyrirtækið hefur markaös- sett erlendis. Þaö er ekki oft sem arkitektar teikna byggingar fyrir aöra arkitekta, enda einkenndist samstarfiö frá upphafi af gagnkvæmu trausti og skilningi. Eigandinn haföi frá upp- hafi mjög skýrar og ákveðnar óskir um uppbyggingu og fyrirkomulag hússins. Byggingin skyldi vera ein- Hellulögn utan byggingarinnar og grófgert gólf- efni á jarðhæð mynda skemmtilegan bakgrunn við slétt og fágað yfirbragð húsgagna. föld og ódýr, helst byggö úr timbri. Lítiö var lagt upp úr lagerrými og skrifstofuherbergjum, heldur skyldi stærstur hluti hússins vera eins konar gailerí eöa sýningarskáli fyrir húsgögn, lampa, áklæði og annan þann varning er fyrirtækiö selur. í skipulagi hverfisins var kvöö um aö húsiö skyldi vera tvær hæöir auk þess sem lengd þess og breidd voru bundnar skilmálum. Ein af helstu óskum eigandans var sú aö útlit hússins væri á einhvern hátt sérstætt eöa einkennandi fyrir fyrir- tækiö, þannig aö byggingin sem heild væri einskonar tákn fyrir þá starfsemi sem þar færi fram, risa- vaxiö auglýsingaskilti sem jafnframt mætti nýta sem vörumerki fyrirtæk- isins. 27

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.