Arkitektúr og skipulag - 01.04.1988, Síða 37

Arkitektúr og skipulag - 01.04.1988, Síða 37
Skjólbelti meðfram stlgum og hreinsaðir stígar eru spor í rétta átt. Börnin eiga undir högg að sækja í nútímaþjóðfé- lagi. Afar fá fara nú orðið í sveit og ef þau fara Þangað, þá eru búskaparhaettir orðnir það breyttir og vélvæðing það mikil að snertingin við náttúruna og fræðslan, sem þau áður fengu, er öll orðin minni. Börn komast helst í snertingu við sveitina með þvl að dveljast í sumarbústað um skemmri eða lengri tíma og ganga þá um á tilbúnum malarstígum og róla sér í sams konar rólum og þau hafa á sínum leikvelli i þéttbýlinu. Það er furðulegt að í landi, sem er ekki þéttbýlla an okkar og engin stórborg að ráði, skuli ekki vera hægt að bjóða börnum upp á meiri snertingu við náttúruna. Til þess að svo verði, veröur að sjá til þess að opin svæöi í þéttbýli og í jaðri þess verði metin til verömæta, þó þar sé ekki um byggingar að ræða. . Um 1930 beitti danskur landslagsarkitekt, C. Th. Sörensen, sér fyrir því að gerður yrði starfsleikvöllur fyrir börn láglaunafólks sem bjó þröngt og komst ekki í sveitina. Hvernig eru þessi mál hjá okkur í dag? Eru þau þannig, aö þrátt fyrir allar stóru lóðirn- ar við fjölbýlishúsn, einbýlis- og raðhúsin, þá þyrft- um við að hafa eitthvað þessu líkt. I Kópavogi var svipuð hugmynd útfærð fyrir 20 árum, en lítið fram- hald orðið á. Sennilega er mikil þörf á slíku. Pað má ekki vanmeta það að börn verða að fá kennslu um Líf í miðbænum við Lækjargötu um 1948. Skýrtafmarkaður reit- ur með traustum girðingum, gróðurbeðum og sullupolli. gróður og náttúruna og læra að bera virðingu fyrir þvi sem lifir, svo eyðileggingarhvötin nái ekki tökum á þeim. Pað er löngu tímabært að efla alla umhverf- isfræðslu og þá eru góð og vönduð útisvæði besta kennslutækið. Eins og áður sagði byrja útisvæðin við útidyrnar. Sennilega þrá flestir það að hafa smágarðholu til umráða. Hve stór hún á að vera er erfitt að segja til um, en sennilega ættu lóðir umhverfis hús ekki að vera stærri en 200-300 fermetrar. Á slíkri lóð geta flestir fundið eitthvaö við sitt hæfi og lóðin verður ekki óviðráðanleg í umhirðu, jafnvel þótt farið sé I langt sumarfrí eða ef veikindi steðja að. Með góðu skipulagi er hægt að gera lóð ákaflega auövelda í umhirðu, en að því þarf að huga strax í upphafi. Ef til vill hrysi eldra fólki síöur hugur við umhirðunni og gæti þess vegna lengur sinnt sínum garði og sínu húsi, en margir gefast hreinlega upp og flytja í minna húsnæði af illri nauðsyn. Samspil húss og garðs er ekki síöur mikilvægt hér á landi en víðast erlendis. Pað er auövitað neyöar- úrræði að þurfa að tengja mismunandi háa skjól- veggi viö húsin eftir að þau eru fullbyggð. Þess á ekki að þurfa. Ef hugað er að staðsetningu húss á lóö, lögun hússins með tilliti til tengingar við garðinn og legu við sól ásamt skjóli gegn vindum, má kom- ast hjá margri hörmungarlausninni. Hvað er ömurlegra en að íbúar einbýlishúss kom- ist ekki út í garðinn nema niður ótalmargar tröppur 37
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Arkitektúr og skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.