Arkitektúr og skipulag - 01.04.1988, Page 54

Arkitektúr og skipulag - 01.04.1988, Page 54
lagsmanna t.d. á Norðurlöndum. Pað umferð- aræðakerfi stofn- og tengibrauta, sem við er- um hér að fjalla um, eru þeir fyrir löngu búnir að leysa í sínum stórborgum og geta því beint áhuganum að öðrum þáttum umferðarmála. ( eldri hverfum borgarinnar þarf víða að grípa til annarra ráða. Töluvert hefur verið gert að því að koma fyrir hraðahindrunum, einnig í nýrri hverfum, með góðum árangri og á nokkr- um stöðum hefur húsa- og safngötum verið lokað í annan endann. Ennfremur hefur ein- stefnuakstur verið ákveðinn á einstaka götum til þess að bæta umferðaröryggi. ( aðalskipulaginu er lögð áhersla á að hraða gerð aðalstíga og göngubrúa og/eða undir- ganga á helstu umferðaræðum i borginni og lagt er til að samhliða lagningu stofnbrauta komi ýmist göngubrýr eða undirgöng, en nú nýlega var ákveðið að byggja undirgöng sam- hliða gerð Bústaðavegar við Öskjuhlíð. HVERFASKIPULAG - AUK- IN SAMRÁÐ VIÐ ÍBÚA Merkasta nýmælið varðandi gerð aðalskipu- lagsins er að mfnu mati tillaga um svokallaö hverfaskipulag. Lagt er til að unnið verði að nýjum skipulagsáætlunum eða hverfaskipulagi sem verður millistig aðalskipulags og deili- skipulags. Hefur borginni því veriö skipt í níu borgarhluta eða hverfi. Hlutverk hverfaskipulags er að kveða nánar á um helstu skipulagsþætti einstakra borgar- hluta og jafnframt að veita íbúum einstakra hverfa upplýsingar um skipulag og áætlaðar framkvæmdir í nánasta umhverfi þeirra og vera leiðbeinandi fyrir deiliskipulag þar sem þess gerist þörf. Með framkvæmd hverfaskipulags er ætlun borgaryfirvalda að íbúar hinna ein- stöku hverfa verði sér betur meðvitaðir um þær skipulagsforsendur sem til staðar eru í viðkomandi hverfi svo sem um nýtingu ein- stakra lóða eða svæða, t.d. fyrirhugaða bygg- ingu ákveðinnar stofnunar eða fyrirtækis, um- ferðarmannvirki, göngu- og hjólreiðaleið, al- menn útivistarsvæði o.fl. Mikilvægur tilgangur hverfaskipulagsins er að gefa íbúum kost á að móta eigið umhverfi. Því er ákveðið að drög að hverfaskipulagi verði kynnt íbúum viðkomandi hverfa með það í huga að þeir eigi þess kost að koma á framfæri ábendingum sínum. Þegar borgaryfirvöld hafa samþykkt hverfaskipulag verður gefiö út hverfaskipulagskort með fyrrgreindum upplýs- ingum og því dreift í allar íbúðir í viðkomandi hverfi. Þegar er búið að samþykkja hverfaskipulag sem nær til Laugarnes-, Lækja-, Laugarás-, Sunda-, Heima- og Vogahverfis og veröur skipulagskorti dreift nú á næstunni. Drög aö hverfaskipulagi fyrir Háaleitis-, Bústaða- og Fossvogshverfi eru tilbúin og voru þau kynnt á borgarafundi í hverfinu í apríl. Er það von borgaryfirvalda að framangreind nýmæli verði m.a. til þess að gera aðalskipu- lagið virkara stjórntæki en það nú er og jafn- framt efla tengsl borgaryfirvalda og íbúa borg- arinnar um ákvarðanir og framkvæmd hinna ýmsu skipulagsþátta. BORGARVERND - FJÖLG- UN FRIÐAÐRA SVÆÐA Við gerð aðalskipulagsins hefur verið lögð rík áhersla á að tryggja verndun fjölmargra svæða í borginni og í þeim tilgangi samþykkti borgar- stjórn að taka upp svokallaða borgarvernd. Borgarvernduð svæði eru kölluð þau svæöi sem borgarstjórn hefur samþykkt að friða vegna sérstæðrar náttúru, landslags, sögu- minja, umhverfis eöa útivistargildis. Sem dæmi má nefna Elliöaárdalinn og Laugarnesið. Þessum svæðum munu borgaryfirvöld veita sérstaka umönnun og halda hlífiskildi yfir mik- ilsverðum minjum, sögulegum jafnt sem nátt- úrufarslegum. f einstaka tilfellum er gert ráð fyrir því að borgarstjórn geti heimilað vissa starfsemi eða framkvæmdir, sem hún telur tengjast eðli og hlutverki svæðanna. Við umfjöllun þessa máls f borgarstjórn mótmæltu fulltrúar Alþýðubandalags og Kvennalista því að borgarvernd yröi komið á. Þeir vildu alfarið flytja þetta vald til Náttúru- verndarráðs þar sem þeir treystu ekki forræði og ábyrgð borgarfulltrúa í þessum efnum. Það er reyndar í fleiri málaflokkum sem fulltrúar þessara flokka vilja færa forræði og ábyrgð frá sveitarfélaginu yfir til ríkisins, t.d. í skipulags- málum. Ég tel að með ákvörðun um borgarvernd hafi verið stigið mikilvægt skref í umhverfis- verndarmálum Reykjavíkur, sem leiði til þess að fjölmörgum svæðum, sem felld hafa veriö undir borgarvernd, verði sýnd meiri ræktar- semi í framtíðinni en gert hefur verið fram til þessa. AUKIN UMRÆÐA UM SKIPULAGSMÁL Hin mikla vinna samfara gerð aðalskipulagsins og deiliskipulagsvinnu í miðbænum og víðar í eldri hverfum borgarinnar hefur aukið umræðu almennings um skipulagsmál. Fólk er nú al- mennt betur upplýst um skipulagsmál og þá fjölmörgu þætti sem tengjast þeim málaflokki. Þetta er jákvæð þróun og ber að stuðla að því að hún haldi áfram. Þeir starfsmenn borgarinnar, sem unniö hafa að gerð nýs aðalskipulags Reykjavíkur 1984-2004, hafa lagt sitt af mörkum til að svo mætti verða. Undirbúningsvinna þeirra, vönd- uð framsetning og kynning hafa fært umræð- una um skipulagsmál á hærra stig. M.a. þess vegna eru íbúar borgarinnar áhugasamari og sér betur meðvitaðir um hina ýmsu þætti skipulagsmálanna en áður var. 54

x

Arkitektúr og skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.