Arkitektúr og skipulag - 01.04.1988, Side 66

Arkitektúr og skipulag - 01.04.1988, Side 66
VERSNANDIADSTÆÐUR A trúlega miklar breytingar hafa oröiö undanfarin ár á högum húsbyggj- enda. Margar af þeim forsendum, sem húsnæöiskaup fólks byggjast á, hafa breyst á liðnum árum. Fram yfir 1980 áttu hús- byggjendur kost á lánum sem báru neikvæöa raunvexti. Algengt var aö vextir væru 3% til 5% lægri en verðbólgan. Stundum var munur- inn enn meiri. Vaxtakjörin voru hagstæðust á áttunda áratugnum. í lok hans báru bankalán vexti sem voru 6% til 8% lægri en verðbólgan. Til viðbótar hagstæðum lánum bættist að skattalög voru mjög hagkvæm fyrir húsbyggj- endur, sérstaklega þegar verðbólga fór vaxandi og lán voru óverðtryggð. Upphaf þeirra vanda- mála, sem við er að glíma í húsnæðismálum í dag, má rekja til þess, að forsendur breyttust snögglega fyrir nokkrum árum. SÉRSTAKAR AÐSTÆÐUR í HÚSNÆÐISMÁLUM F>au hagstæðu lánakjör, sem áður var lýst, sköpuðu okkur sérstöðu í húsnæðismálum. Ástandið hér á landi var frábrugðið því sem þekktist í nágrannalöndunum. Kaupgeta fór ekki eftir efnahag kaupenda heldur hversu góðan aðgang þeir höfðu að lánum. Lántak- endur þurftu ekki að endurgreiða nema brot af lánum sínum. Húsnæði var með öðrum orðum niðurgreitt í miklum mæli. Áætlað hefur verið að samanlagður hagnaður húsnæðiskaupenda vegna verðbólgu og neikvæðra vaxta nemi ná- lægt 100 milljörðum króna á núgildandi verð- lagi. Með því að ganga á oþinbera sjóði, eyða sparnaði eldra fólksins og ganga á eignir lífeyrissjóðanna tókst að byggja upp einstakt húsnæðiskerfi. í nágrannalöndum okkar voru aðstæður ólíkar. Lán báru vexti sem voru hærri en verðbólga. Af þeim sökum var ekki unnt að hagnast á lántökum. Til dæmis má nefna að árin 1970 til 1980 voru til jafnaðar 2.5% raunvextir af hús- næðislánum í Bandaríkjunum. í öðrum löndum voru hliðstæð kjör á frjálsum lánamarkaði. Hér 66

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.